Morgunn - 01.06.1938, Page 115
M 0 R G U N N
109
að vera stöðgt á miðilsfundum. Það skaltu að mestu leiti
láta bíða þangað til þú hefir aflað þér nokkurrar nytsamr-
ar fræðilegrar þekkingar. Ef þú gjörir þetta muntu ekki
»koma út um sömu dyr og þú fórst inn.«
[Höfundurinn benti á að vikublaðið »Light« væri það
bezta, sem fengist, en fæstir af félagsmönnum munu hafa
not af ensku blaði. En við höfum tímaritið Morgunn, sem
Haraldi Níelssyni þótti taka fram flestum útlendum blöðum,
sem hann þekti um þessi efni.]
Húsmál Sálarrannsóknafélags
íslands og minning
Haralds Níelssonar.
Eftir að Sálarrannsóknafélag íslands var stofnað árið 1918
varð brátt tilfinnanleg þörfin fyrir að félagið eignaðist sjálft
hús, þar sem það gæti haft aðsetur fyrir alla starfsemi
sina. Á fundi 11. jan. 1924 var tekið til umræðu húsbygg-
ingarmál félagsins, varaforseti sr. Haraldur Níelsson reif-
aði málið. Var varla öðrum en honum ljósari þessi þörf
félagsins, þó að hann síðan beitti sér ekki mikið fyrir mál-
inu. Hugur hans og starf snerist mest inn á við, að lyfta
félaginu og málefnum þess með fyrirlestrum sínum og
prédikunarstarfsemi, og er alkunna, hversu honum ásamt
forsetanum Einari H. Kvaran tókst það.
Á fundinum var kosin nefnd »til að safna fé í því skini
að koma upp húsi fyrir sálarrannsóknastarfið, sérstaklega
til að halda sambandsfundi og leitast við að útvega og
þroska góða iniðla og koma því húsmæðismáli í fram-
kvæmd«.
Nefndin starfaði að þessu um hríð og safnaðist nokkurt
fé, en þó svo lítið, að svo fór að starfsemi þessi lagðist