Morgunn - 01.06.1938, Page 118
112
MORGUNN
sýni og frjálslyndi, og bæði felur í sér mjög mikilsverða
viðurkenningu af hálfu æðstu mentastofnunar landsins fyrir
starfi Sálarrannsóknafélagsins og joá um leið fyrir því mál-
inu, sem var fyrsta áhugamál Haralds Níelssonar, og jafn-
framt bætir um alllangt áraskeið úr bráðustu húsnæðisþörf
félagsins — þótti félaginu og stjórn þess sjálfsagt að taka,
og varð því að samkomulagi, að háskólinn lánar félaginu
í tíu ár framangreint húsnæði eftir þvi sem nánara er til
tekið í tilboðinu, en félagið hefir skuldbundið sig til, að
birta ekki áður greint ávarp til alþjóðar og þau mikils-
verðu meðmæli, sem það hefir fengið hjá virðingamönn-
um; og að binda ekki fjársöfnun sína að svo stöddu við
nafn Haralds Níelssonar.
Á hvern hátt Sálarrannsóknafélagið þá heldur á lofti
minning Haralds Níelssoan, sem ætíð mun verða virt og
elskuð af því framar öllum öðrum, eða hverja minning það
kann að tengja við væntanlegt hús sitt, úr því verður fram-
tíðin á sínum tíma að skera og þeir sem þá lifa, þegar við
hinir gömlu erum gengnir til moldar.
Þessa skýrslu mína um húsmál Sálarrannsóknafélagsins
hefir vakað fyrir mér, að gjöra í öllum greinum rétta það
sem hún nær, þótt fljótt sé yfir sögu farið. Ritstjórinn hafði
sjálfur ætlað sér að skrifa hana og hefði hún með hans frá-
gangi orðið greinabetri, þótt ég hafi reynt að halda mér
við það, sem ég vissi vera hugsun hans. En sjúkdómur
hans hefir valdið því, að það gat ekki orðið.
Sérstaklega vil ég, áður en ég skilst hér við málið,
einnig í nafni forsetans, brýna fyrir félagsmönnum og öll-
um unnendum málefnis þess, að þó að þessi lausn fengist
í bráð, sem eftir atvikum og eins og á stóð, þótti mjög
viðunanleg og æskileg, þá er með henni engan veginn,
hvorki nú þegar til fulls né til frambúðar, bætt úr húsnæð-
isþörf félagsins.
Tíminn líður og það er því áríðandi, að félagið noti
hann til að undirbúa málið og koma húsinu upp svo fljótt
sem auðið er og hafa þar ekki í huga að það megi frest-