Morgunn - 01.06.1938, Síða 121
MORGUNN
115
það í marz 1918. Eftir það var hann á tilraunafundum hjá
mörgum miðlum, einkanlega hjá Aaron Wilkinson á heim-
ili minu. Hann las mikið og við áttum margar viðræður.
Smámsaman sannfærðu röksemdirnar hann um framhalds-
líf og einlæga guðstrú. Hann hefir vafalaust veitt sjúkling-
um sínum mikla huggun. Óskandi væri að fleiri læknar
væru jafn fúsir og hann til að viðurkenna nýjan sannleika.
Dr. Telling var göfuglyndur maður og stórlærður læknir.
Einnig hafði hann áhuga á hljómlist og ýmsum fleiri efn-
um. Fráfall hans er mikill missir fyrir Norður-England, því
að læknisstarfsemi hans var yfirgripsmikil og að honum
kvað mikið við háskólann í Leeds. En hann mun og vinna
nytsamt starf þar senr hann er nú að fenginni verðskuld-
aðri hvild. Það er eðli hans, að hjálpa öllum, sem eru í
nauðum staddir.
Morgunn hefur viljað segja svo gjörla frá Dr. Maxwell
Telling vegna þess, að hann er einn af þeim miklu vísinda-
mönnum, sem hefir afdráttarlaust kveðið upp úr með það,
að framhaldslíf er ekki lengur getgáta né trú ein, heldur
vísindaleg eða fullkomin þekking.
Persónuleiki mannsins.
Á bls. 36—39 hér að framan minnist Einar H. Kvaran
litillega á þá trú íslenzkrar alþýðu, að með manninum búi
margar meira eða minna sjálfstæðar verur, eða að persónu-
leiki hans sé fjölþættur. Hann hyggur ekki að þessi trú
eigi rót sina að rekja til guðspekinnar, heldur muni hún
eldri vera. Sönnun fyrir því, að þessi skoðun hans sé rétt,
er hið stórmerkilega kvæði Sigurðar Bjarnasonar frá Berg-
stöðum (d. 1865) Draumarnir, sem prentað er aftan við
síðustu útgálu Hjálmarskviðu (Rvk 1934). Sigurður var að
visu skáld af guðs náð og flestum mönnum ólíkur fyrir
8*