Morgunn - 01.06.1938, Side 122
116
M 0 R G U N N
djúphyggju sína, en þó er það furðulegt hve hugsanir hans,
færðar í letur fyrir þrem aldarfjóiðungum, falla algjörlega
saman við það, sem nú mun helzt mega telja niðurstöðu
sálrænna vísinda á þessu atriði, eftir alla þá söfnun þekk-
ingar, með athugunum og rannsóknum, sem fram hefir far-
ið síðan hann orti. Hér verður ekki út í það farið, að greina
rök hans, því að það yrði of langt mál, heldur verða menn
að leita þeirra í kvæðinu sjálfu. En alhygli skal vakin á
öðru, og það er uppreisn skáldsins (8. erindi) gegn fyrir-
skipunum um að trúa því, sem aukin þekking afsannar, eða
sýnir að byggist á óvizku. Það sannar okkur ljóslega hvoru-
megin þessi frjálsborni andi mundi hafa staðið í baráttunni
milli / lögmáls hinna fornu Gyðinga og þeirra leitenda eftir
þekkingu og sannleika, sem forvígismenn sálarrannsókn-
anna hafa verið.
Á sama stað víkur Einar H. Kvaran einnig að þeim at-
hugunum, sem vísindin hafa i seinni tið verið að gera á
þessu fjölþætti persónuleikans. Mjög merkilegt innlegg í
það mál er ritgjörð sú, sem hann sagði nokkuð frá í Morgni
1935 (bls 179—181), eftir hinn nafnkunna vísindamann Sir
William Craigie (Blackwood’s Magazine, 1912). Um þetta
mál þyrfti að safna gögnum hér á landi með hliðsjón af
því, sem Craigie hefir sagt um það í Noregi og á Skot-
landi. Þorri landnámsmanna var úr vestanverðum Noregi
og má ekki gleyma því við rannsókn málsins. Ritgerðina i
Blackwood’s væri æskilegt að fá þýdda á islenzku í heild
sinni og birta í Morgni, ef höfundurinn vildi leyfa það. Hún
virðist mjög styðja þá skoðun, að hið umdeilda hugtak
»þjóðarsál« eigi rétt á sér, og hún gerir sennilega, enda
að vissu leyti skiljanlega, þá staðhæfingu, sem einatt kem-
ur handan yfir landamærin, að þjóðernið þurkist ekki út
þó að héðan sé farið (sbr. einnig Stjörnu-Odda draum
Gríms Thomsens) og að hinumegin leiti þeir því einatt sam-
an, sem hér hafa átt sameiginlegt þjóðerni.
Sn. J.