Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 127
MORGUNN
121
hefir þetta sannaða mál átt að mæta, sem sjálfsagt er
jafnsatt, hvað sem allri mótspyrnu líður, og auðvitað hlýt-
ur hún á sínum tíma að gefast upp eins og í glímunni við öll
önnur þekkingaratriði mannsandans. Vísindin sem heild
hafa ekki gjört skyldu sína gagnvart þessu sannleiksleitar-
alriði mannsandans; og kirkjan sem heild stritast enn
á móti, svo mikið sem það styður þó málstað hennar
í þýðingarmestu atriðum, þó að einstakir menn úr
hvorumtveggja þessum flokki, — og þeim fer óðum fjölg-
andi — hafi alopin aug i fyrir sannleikanum og hinu geysi-
lega gildi hans fyrir alt mannkyn. Að vísu mun ekki rétt
að segja, að vísindin sleppi sér í hamförum á móti, og að
réttmæt sé hjá þeim varasemi og tregða við nýjum óvænt-
um vísindalegum getgátum. En minna mætti á, að það
réttmæti á sín takmörk, svo að þeim verði ekki sjálfum til
niðrunar, eins og svo margt hefir orðið, sem þau stóðu á
móti i fyrstu en urðu síðar hreykin af að Ietra í þróunar-
sögu sína. Og að vísu vilja nú ekki kirkjunnar menn brenna
þá, sem við sálrænar rannsóknir fást, en þó heggur þar
nærri, er til eru þeir menn, sem enn eru að heimska sig
á, að það stríði móti 5. Mósebók, og það brot sé slíkt
óguðlegt athæfi, að djöfullinn hljóti að vera þar að verki
og þeir menn sem við það fást að eir.hverju miklu leiti í
hans klóm. Þessi vitfirring er að vísu alstaðar að þverra
og að sjálfsögðu bráðum horfin með öllu, þó að ekki sé
langt á að minnast, að hún hefir stungið upp höfðinu einnig
hér á landi hjá starfandi, hálfofstækisfullum heittrúmönn-
um. En ekki skal hér frekar út í það farið. Enda ekki þess vert.
En þá kem ég afturað bók Johnsons: Hið rnikla úrlausnarefni.
Hún kom út fyrst árið 1928 og í annað sinn árið 1934.
A þessu að eins sex ára tímabili höfðu sálarrannsóknirnar
tekið svo stór skref til aukinnar þekkingar og auðgazt að
nýjum reynslusönnunum, að höf. varð að endurrita alt fyrra
efni bókarinnar og auk þess bæta við fimm.nýjum kapí-
tulum svo að hann telur hana sjálfur eiginlega vera næst-
um nýtt rit. Hún er 384 blaðsíður í stóru átta blaða broti