Morgunn - 01.06.1938, Síða 128
122
MORGUNN
með þéttu letri. Ég hefi haft hana svo skamma stund í
höndum að ég hefi því ekki komist yfir að lesa hana nema
kynna mér efnisyfirlit og niðurstöður, og svo það sem vin-
ur minn sálugi ritstjórinn sagði mér og hann dáðist að
með hve mikilli vísindalegri nákvæmni og varúð í álykt-
unum hún er rituð, en jafnframt ótvíræðum sannana krapti
fyrir málefni spíritismans. Efnisyfirlitið er 8 síður með þétt
prentuðu smáletri, 22 kapítular, hver með mörgum undir-
skiptingum, og 3 viðaukar og gefur það góða hugmynd
um, hve efnið er gjörtæmt. En til þess að bæta úr því,
sem mig skortir á að geta felt rökstuddan dóm um bók-
ina umfram það sem ég hefi nú sagt, ætla ég að setja hér
dóm annars manns, sem hefir mér margfalt meiri skilyrði
til að dæma um bókina svo að trúandi sé. En það er hinn
heimsfrægi sálarrannsóknamaður Sir Arthur Conan Doyle,
sem ritað hefir stuttan formála fyrir bókinni, sem hljóðar svo:
»Bók dr. Lindsay Johnsons hefir vakið aðdáun mína. Ég
minnist ekki nokkurn tima í öllu því sem ég hef lesið, að
hafa hitt fyrir svo mikinn lærdóm i mörgum greinum dreg-
inn saman frá ýmsum hliðum að sama marki til að útskýra
eitt málefni. 0g þar sem það málefni er hið langþýðingar-
mesta mál í heiminum, þá er ekki ofmikið sagt, að ástæða
er til þess að samgleðjast öllu mannkyninu yfir útkomu
slíkrar bókar. Vér eigum öll að deyja og um eðli dauðans
hefir aldrei birzt neitt, er sé meira fræðandi og ég get bætt
við meira huggandi.
Upptalning heiðurstitlanna við nafn dr. Lindsay Johnsons
gefur þegar hugmynd um háskólamanns frægð hans. En
þó að fágæt séu slík meðmæli, þá er enn fágætara að
finna mann, sem getur farið með fræðiefni sitt svo gagn-
samlega og aðlaðandi, er hann lætur hvert efni útskýra
annað og vefur úr öllu eina samræma heild. Á einni blað-
síðunni talar hann eins og hreinn náttúruvísindamaður, á
annari eins og lærður læknir, á hinni næstu sem æfður
sálarrannsóknamaður og á enn einni eins og sá sem vald
hefir í samanburðar trúfræði, og yfir alt þetta er brugðið