Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 129
MORGUNN
123
[jví hugðnæma ljósi bókmentalegrar og skáldlegrar fjölvísi,
sem ber vott um mann geysilega víðlesinn með stálminni
og aðdáanlega úrvalsgáfu.
Mér þykir það heiður að geta á einhvern hátt stuðlað
að útkomu og móttökum svo aðdáanlegrar bókar.«
Ég get svo ekki stilt mig um að bæta hér við niðurlags-
orðum höfundarins sjálfs í formála hans fyrir síðari útgáfunni.
»Nú erum vér loksins komnir svo langt, að geta sannað
endanlega framhaldslif mannsins og að til er annar vitund-
arheimur umhverfis oss. Römm efnishyggja er á leið að
tortíma sál þjóðarinnar, í undurstöður trúar vorrar eru
komnar rifur og sprungur á alla vegu, því að kirkjunni hef-
ir mistekist ætlunarverk sitt, að stöðva flóðbylgju trúleys-
isins. Þar sem engar vitranir eru, þar tortimist fólkið?
(Orðskv. 29. 18). Spíritismi í yfirgripsmestu og fylstu merk-
ingu virðist mér vera eina hjálpráðið. Það er sú hugsun,
sem aðallega hefir knúð mig til þess að rita þessa bók«.
Þó að ekki sé mikið frá sjálfum mér i framanrituðum
ummælum um þessa stórmerku bók, þá veit ég að vitnis-
burður og tiltrú þeirra manna, sem ég hef borið fyrir mig,
nægir enn betur til þess, að þessar línur nái tilgangi hins
látna ritstjóra, að vekja fulla athygli á henni.
Kristinn Danielsson
Ritstjórarabb Morguns
um hitt og þetta.
_ . Tvö merkileg þing voru háð síðastl. sumar
vö þing. , st5ra_Bret]an(ji Annað þeirra var háð í
Nottingham af Breska Vísindafélaginu British Association.
Hitt í Glasgow af alþjóða sambandi spíritista. Kenningar
þessara þinga um tilveruna voru í meira lagi sundurleitar.
Til dæmis að taka var það tekið fram í þingsetningarræðu
forseta Vísindafélagsins, að framþróunin hefði gerst fyrir