Morgunn - 01.06.1938, Síða 132
126
MORGUNN
Bréf kennarans.
sem þær ná. En íslenzkur almenningur heíir átt lítinn kost
á þvi að kynnast þeim lýsingum, Mér er kunnugt um, að
mikill fjöldi manna þráir þennan fróðleik. Nú er i ráði að
reyna að fullnægja þeirri löngun að ofurlitlu leyti. Merkis-
prestur í London, C. Drayton Thomas að nafni, hefir gefið
út tvær litlar bækur, sem flytja lýsingar á lífinu í öðrum
heimi: »Beyond Life’s Sunset« og »In the Dawn beyond
Death«, Lýsingarnar hefir hann fengið á fundum hjá frú
Leonard, sem Morgunn hefir áður sagt frá, og óefað má
telja með allra ágætustu sannanamiðlum heimsins. Stofnað
er til þess, að þessar tvær bækur verði gefnar út á ís-
lensku i einu bindi, og von er um að sú bók geti komið
út á næsta hausti.
Nokkur ástæða virðist til þess að birta eft-
irfarandi bréfkafla sem sýnishorn mikils
fjölda bréfa sama efnis, sem ritstjóri Morguns hefir fengið
og er stöðugt að fá:
»Hvernig mínu andlega lifi væri farið án spíritismans
veit ég ekki. Veit að eins, að það væri ákaflega mikið fá-
tækara. En nú er ekki hægt að efast. Já hvernig getur
nokkur maður nú á dögum efast um annað lif? Héðan af
þurfum við ekki sannanir, heldur fréttir og fræðslu. Ég les
allar bækur, sem eg næ í, um þessi mál, langar altaf að
lesa meira. Prestarnir eru yfirleitt of þögulir. Þeir eru senni-
lega flestir spíritistar sjálfir, en óttast mótþróann, þennan
óskiljanlega mótþróa, sem enn finst meðal sóknarbarnanna.
Það er hægt að skilja þá, en ekki var séra Haraldur hrædd-
ur. Og ég held að svo hlyti að fara, að mótþróinn
hætti, að eins ef fræðslan fengist. Og ég er þeirrar skoð-
unar, að kirkjan megi ekki við því; einmitt nú, að þjónar
hennar láta sig þessi mál litlu skifta. Þeir þurfa að
taka fagnandi á móti mesta fagnaðarefninu, því
fagnaðarefni, að það er sannað, að það er »byggð á bak við
heljarstrauma« og að »Kristur ástvin alls sem lifir er
enn á meðal vor« og að hann »lætur efnisþokur þynnast,
svo það sé hægra elskendum að finnast«. Ég er kennari