Morgunn - 01.06.1938, Side 133
MORGUNN
127
og þarf þess vegna að tala um eilífðarmálin við börnin.
Mín reynsla er sú, að kristinfræðitímarnir takist bezt, þegar
ég segi þeim frá því, sem ég veit um sannanirnar. Gæti
ekki svo farið, að útkoman yrði lík í starfi prestanna«.
Viðbót við ritstjórarabb. Eftir sr. Kristinn Daníelsson.
Eilíf útskúfun. Séra Björn Magnússon sagði í útvarpser-
indi sínu »Hvaðan — hvert«: »Ef guð er almáttugur kær-
leikur, hlýtur hann að leiða alla ménn til eilífs lífs«. Séra
Guðmundur Einarsson ritar í Bjarma 15. maí og finnur að
orðinu »hlýtur«, segir að »slíkar sannana-aðferðir eru óleyfi-
legar vísindamanni. Að slá því föstu sem sanna á með orð-
inu »hlýtur« er aldrei heimilt.« — En það er auðvitað heim-
ilt, ef rökin eru fullgild. Og rök sr. Björns eru það, að
guð er almáttugur kærleikur. En sr.Guðmundar vill svo af-
sanna það, að ályktun hans sé rétt með þvi að skýra,
hvað hann skilur við guðlegan kærleika. En kærleikur guðs
er miklu fleira en hann telur. Kærleikur guðs er alt
það góða, sem hann lætur allri skepnu sinni í té og
það verður aldrei upp talið. Og þótt það væri hægt þá
nægir ekki við rökfærslu sr. Björns að segja hvað kærleik-
ur guðs er. Það verður ekki komist fram hjá því, hvað
hann eklci er, og hann er í öllu falli ekki það, að hann
horfi uppi á nokkra skepnu sína kveljast um alla eilífð. Ef
sr. Guðmundur »hefði hugsað sig um«, þá væri hann ekki
að gefa þetta í skyn »lærdóminn ljóta« sem kallað er. Ef
þá er sagt að guð ráði ekki við þetta, hann geti ekki beitt
þvingun á móti viljafrelsi mannsins sjálfs, þá er komin
heldur en ekki takmörkun á almætti hans, ef hann getur
engan veg fundið gegnum torskildar leiðir valfrelsisins,
hann sem »gefur bæði að vilja og framkvæma«.
Um ritningarstaðinn Matt. 25,46 veit sr. Guðmundur, sem
er mjög vel lærður maður, að til eru á honum aðrar skýr-
ingar guðfræðinga, en sú sem hann vill vera láta; hún
kemur í bága við marga aðra staði ritningarinnar,^«em á
að skýra sig sjálf (scriptura scripturae interpres).
»Sérstaklega hryggir mig«, að sjá séra Guðmund gefa í
skyn að þeir sem trúa á »apokatastasis tón pantón« (end-