Morgunn - 01.06.1938, Page 134
128
MORGUNN
urreisn allra) séu að berjast gegn Jesús Kristi og orðum
hans. Hann »hlýtur« (sil venia verbo) að vita að svo er
ekki. Það er biblíuleg kenning, þótt skýringar séu ýmisleg-
ar, og íslendingar yfirleitt munu ekki láta taka hana frá
sér. Þeir trúa ekki á eilífa útskúfun, sem ekki er von.
Ég er ekki að rita þetta til að verja sr. Björn; honum er
það innan handar sjálfum, eftir því sem honum sýnist. En ég
hef ritað um þetta efni áður í Morgni 1933 nokkru ýtar-
legar og vísa til þess. En nú »fanst mér ég þurfa að segja þetta.«
Hugðarmál. í annars mjög góðri grein um hinn látna rit-
stjóra Morguns, Einar H. Kvaran, ritar Jónas Jónsson á
þessa leið í Nýja dagblaðið:
»Meðan þeir Haraldur Níelsson og Einar Kvaran stóðu í
fylkingarbrjósti lilið við hlið í fylkingu spíritista var sókn
frá þeirra hálfu, en við fráfall Haraldar og þegar aldur
færðist yfir skáld þeirra Vatnsdælanna hættu rannsóknir
dularfullra fyrirbrigða að verða íslendingum verulegt hugð-
armál.«
Þessi ummæli eru á engum rökum reist. Spíritisminn hef-
ir ekki hætt og mun ekki hætta að vera íslendingum hugð-
armál. Hann er löngu hættur að vera í varnarstöðu, og
hvað sóknina snertir mun hana ekki skorta að því leiti
sem þörf gjörist síðan þessir tveir frumherjar hér á landi
brutu ísinn, þó að aðrir liðsmenn séu ekki jafn víglegum
vopnum búnir, sem þeir. Þess gjörist heldur ekki þörf, því
að fyrir atgjörðir þeirra hér á landi og ótal annara stór-
menna þessa máls úti um heim eru löngu deyfðar allar
eggjar mótspyrnunnar. Hún rís upp aftur og aftur með
sömu mótbárum, en þegar klæði sannleikans eru
borin á vopn hennar, þá nær hún ekki til að veita sár,
sízt banvæn. Fyrst eru postular hvers góðs máls, En þeir
eru ekki sama og málið, og þó að þeir falli frá, þá er mál-
ið jafngott effir sem áður. Rannsóknir dullarfullra fyrir-
brigða eru ordnar íslendingum verulegt hugðarmál. Sú hugð
fer vaxandi. Á það er hægt að færa nógar sönnur ef þörf
gjörðist. Foringjarnir hefðu getað sagt eins og meistarinn
mesti: »Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa.« Þeir eru
fallnir frá, en ekki skildu þeir eftir liðsmenn sína vopnlausa.
\