Morgunn - 01.06.1938, Page 135
MORGUNN
kostar 10 kr. árgangurinn. Hina eldri árganga 1—18 (vantar 3. árg'.
allan og 1. hefti 6. árgangs) geta nú nýir áskrifendur fengið fyrir
einar 30 krónur, en 7.—15. árgang fyrir 12 krónur og einstaka ár-
g'anga fyrir hálfvirði (5 kr.) meðan birgðir endast. Uppseldu heft-
in kaupir afgreiðslan.
Hve vítt sem leitað er, mun það sýna sig', að Morgunn er eitt
hinna allra merkustu tímarita sálarrannsóknamanna, og hversu sem
nú ræðst um ritstjórnina, mun óhætt að treysta því, að í engu muni
verða hvikað frá þeirri stefnu, sem ritið hefir fylgt frá upphafi og'
fram á þenna dag. Og ekkert mun verða til sparað að gera það
sem bezt úr garði.
Sannindi spíritismans eru sí og æ að vinna fylgi hér á landi
eins og annarsstaðar.
,, . . . Báðir töldu þeir Einar og Haraldur þetta mikilvæg-
asta málið í heimi, og á banasænginni lýsti Einar yfir því,
að starf sitt í þjónustu þessa máls teldi hann mikilsverðasta
þáttinn i æfistarfi sínu. Enginn efi getur á því leikið, að
þeir, sem varanlega vilja heiðra minningu hans, þeir gera
það bezt með því að styðja á allan hátt viðgang spíritism-
ans og hans merkisbera, sem eru Sálarrannsóknafélagið og'
tímaritið Morgunn . . . “
(Ur minningargrein um Einar H. Kvaran í 12. tbl. Fram-
sóknar 1938).
„Morgunn" heitir á velunnara sína hvarvetna á landinu að
auka nú kaupendafjöldann svo að um rnuni, helzt svo að mögulegt
verði að stækka ritið. Hver nýr kaupandi er spor í áttina. Sá, sem
útvegar 5 nýja áskrifendur og stendur skil á gjaldinu, fær sjálfur
ókeypis eintak.
Afgreiðslumaður Morguns er Stefán Stefánsson í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavik,