Morgunn - 01.12.1941, Qupperneq 4
102
MORGUNN
mánaðarins, svo að mér brá í brún hvernig þetta kvöld
var.
Svo var líðan mín slæm, að mér var með öllu ómögu-
legt að tala við nokkurn mann að loknum fundi, heldur
dró ég mig algerlega út úr meðan fundarmenn voru að
fara. Ég flýtti mér heim og háttaði, því að mér fannst
ég vera ákaflega þreyttur eftir þennan erfiða fund.
Skýringar á þessu hefi ég ekki getað fengið, nema ef
vera skyldi, að þetta hafi verið undanfari atburða þeirra,
sem gerðust snemma næsta morguns, er hermenn stigu
hér á land og lýstu land vort hertekið.
Ég legg engan dóm á, hvort óhugnan hernaðarins, —
þó að ætlun þeirra hermanna, sem hingað komu, væri ekki
sú að gera okkur mein, — hafi streymt þarna gegnum
loftið og við lent inn í þeim straum, en eins og ef til vill
enginn okkar getur gert sér hugmynd um óhugnan hern-
aðaræðisins, eins finnst mér, að ég geti ekki gefið nógu
skýra mynd af vanlíðan minni þetta kvöld. Þó að ég lík-
lega fái aldrei fulla vitneskju um, af hverju þetta hefir
stafað, finnst mér rétt að láta það koma fram eins og
mér fannst það vera.
Það, sem ég mun segja ykkur í kvöld, er sumt nokkuð
gamalt, ég hefi tekið það upp af gömlum blöðum hjá mér,
og er það ýmist frásagnir af skyggnifundum eða trans-
fundum hjá mér eða öðrum. Ég ætla að biðja ykkur, fé-
lagssystkini mín, velvirðingar á einu, og það er, að ég
hefi drepið á einstöku atriði áður á fundum hér, sem koma
fyrir í þessum frásögnum, en ég vona að þið fyrirgefið
mér það eins og þið hafið ætíð áður sýnt mér velvilja, er
ég hefi talað hér á fundum S. R. F. í. Mér finnst sjálf-
um, að mig skorti allt til þess að koma fram sem ræðu-
maður, þó að mig hins vegar langi alltaf ósegjanlega mikið
til þess, að leggja eitthvað fram til eflingar og styrktar
þeim málefnum, sem við störfum fyrir.