Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Qupperneq 17

Morgunn - 01.12.1941, Qupperneq 17
MORGUNN 115 Þeir, sem á fundinum voru, töldu hann hafa heppnazt vel. Maðurinn hafði talað við konu sína, er hann hafði misst eftir örstutta sambúð. Ég fékk fátt eitt að vita af fundinum, og var mér sagt að mestallt samtal þeirra hefði verið einkamál þeirra. Eitt atriði var mér þó sagt og þar með, að það hefði haft ákaflega mikil áhrif á hann. Kona hans segir eitthvað á þessa leið: „Ég er hér með dreng- inn okkar með mér“. 1 bréfi, sem ég fékk frá honum nokkru eftir að hann var kominn heim, gat hann þess, að hann hefði vitað að hún gekk með barni, er hún dó, en hann gat þess einnig, að hann hefði vitað að það var svo skammt á veg komið að þroska, að hann taldi óhugsandi að það lifði í öðrum heimi, þar sem ekkert líf — sem svo er kallað — hefði verið komið hér. í bréfi þessu, sem var gegnþrungið af þakklæti, lét hann í ljós, að þetta samtal og sannanir, er hann fékk, hefðu leitt sig úr svartnættis myrkri vantrúar og efa inn á sólroðin lönd ljóss og trúarvissu. Hann sagði, að flest af því, sem kona sín hefði sagt, hefði eng- inn vitað nema þau tvö, en engum af fundarmönnum hefði verið neitt kunnugt um þau atriði, er þau ræddu um. Hann gat þess, að fyrir þetta hefði hann fengið ótvíræða vissu um framhaldslífið, sem hann hefði efað mjög áður. En þó fannst mér, að þetta með drenginn væri honum jafnvel enn meira undrunarefni, að sú myndun til lífs, sem einu sinni væri af stað komin, héldi áfram í æðra heimi, hversu skammt sem hún væri á veg komin hér. Hann lét ótvírætt í ljós í bréfinu, að þótt hann hefði talið vafa leika á um framhaldslíf, sjálfstætt og með sjálfstæðri vitund, þá hefði hann talið þetta alveg óhugsandi, og fyrir því væri það honum enn meira undrunarefni, að þessi ávöxtur kærleika þeirra, sem hann taldi alveg glataðan, eða réttara alveg horfinn, lifði og hin elskaða kona hans hefði hann hjá sér og fengi að lifa fyrir hann í þeim heimi, sem hún nú lifði í. Sjálfur væri hann auðugri að ást og tilbeiðslu fyrir lífinu og hinum dásamlega mætti þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.