Morgunn - 01.12.1941, Side 23
MORGUNN
121
En þetta er því miður ekki orðið. Óttinn við dauðann, sem
Haraldur Níelsson sagði að yrði að hverfa, hann virðist óralangt
frá að vera það. Sú þokulega kenning um eilíft lif og eilífa sælu,
sem prestarnir enn halda áfram að prédika, útrýmir aldrei að
eilífu þessum óskynsamlega ótta. Því að óskynsamlegur og stað-
laus er hann. „Að ætla að dauðinn sjálfur, viðskilnaðurinn við
þetta jarðneska líf, sé hegning frá guði — það er einn hinn hrapal-
legasti misskilningur manna á tilverunni", sagði Haraldur. Og það
var með ljósi nýrrar þekkingar að hann vildi leiðrétta þenna
hrapallega misskilning — enda verður hann aldrei með öðru leið-
réttur. En þess verða þeir að gæta, sem útbreiða vilja hina nýju
þekkingu, að því fer fjarri að hún létti af okkur þeirri ábyrgð, sem
kirkjan hefir alla tíð kennt að við bærum á þvi, hvernig við lifum
þessu stutta jarðlífi okkar. Þá kenningu staðfestir þekking nýja
tímans með jafnvel enn þá meiri áherzlu. Við lögmálinu um sán-
ingu og uppskeru hefir ekki verið haggað.
Þegar ég las grein þá, er hér fer á eftir (hún birtist í Light í
síðastliðnum ágúst, en hafði áður komið í Occult Review), fannst
mér að hún gæti alveg eins átt erindi til íslenzkra lesenda sem
enskra. Höfundurinn er Helen A. Dallas, háöldruð og hámenntuð
ensk kona, spekingur að viti, svo að ég veit nú engan ofan moldar,
sem ég telji henni djúpúðugri.
Sn. J.
Enda þótt þeir játi kristna trú, þera margir kvíðþoga
fyrir dauðanum, bæði sjálfs sín vegna og annarra. Þetta
er ekki óeðlilegt. Guð hefir gætt lifandi verur lífsþrá, og
án hennar hefði lífið á jörðinni ekki getað tekið þróun.
Lífshvötin hefir valdið þeirri lífsbaráttu, sem er svo mik-
ilsverð fyrir breytiþróunina. Þessi hvöt er manninum
eiginleg, og hennar vegna vill hann forðast dauðann. Lika
er til þess önnur ástæða, að honum stendur beygur af
dauðanum: sú, að dauðinn virðist hafa í för með sér að-
skilnað frá þeirri veröld, sem hann þekkir, og frá ástvin-
unum. Og hversu vítt, sem trúin kann að ná út yfir hið
sýnilega, blandast þó kvíði og hryggð inn í tilhugsunina
um hina komandi breytingu.
Það eru þessir þættir mannlegs eðlis, sem hafa áhrif
á það, hvernig við hugsum til dauðans, og valda því, að
hann verður okkur um geð. En svo eru önnur atriði, sem