Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 25

Morgunn - 01.12.1941, Page 25
MORGUNN 123 The Place of Death in Evolution „Staða dauðans í þróun- inni“ og kom út fyrir mörgum ái-um. Til eru einfruma líf- verur, sem að öllu sjálfráðu deyja ekki. Þær tímgast með klofningu. Sumar þeirra þurfa endrum og eins á samein- ingu að halda til þess að yngjast upp. Þær sem ekki samein- ast, virðast verða miður hæfar til tímgunar. „Að því er menn vita“, segir Newman Smyth, „kemur dauðinn fram við umslciptin milli tveggja hátta við tímgun og margföld- un lífsins. Hann verður eðlilegur þar sem breytingin gerist frá hinum kynlausa hætti einfrymisins til frjóvgunarhátt- arins, sem smámsaman verður hinn yfirgnæfandi háttur náttúi'unnar, ekki aðeins í viðhaldi lífsins heldur og í því, að gefa lífinu f jölbreytni, meira innihald og breytingarmátt til þess að laga sig eftir breyttum aðstæðum. Þegar líf- vera hættir að tímgast með einföldum klofningi frumunn- ar, sýnir það sig, að dauðinn verður sjálfsagður fyrir f jöl- fruma verur, sem öðlast meiri hæfileika og víðtækari nyt- semi, en leggja til þess sjálfar sig í sölurnar“. Newman Smyth segir ennfremur: „Lífeðlisfræðin bend- ir heimspekinni þannig á djúpsett sannindi og næsta yfir- gripsmikil. Því að þegar við komumst að raun um tillögun einhvers atriðis í hinum lífræna heimi, er þess skammt að bíða, að við fáum skynsamlegan skilning á gagnlegu hlutverki þess. ... 1 rás náttúrunnar ber ekki að líta á dauðann sem skaðræði. . . . Dauðinn er tillögun í hinu guð- lega skipulagi náttúrunnar og birtist sem leið til lífsins, sívaxanda og sælla lífs“. Vera má að sumum finnist þessi skoðun á dauðanum dálítið óþægileg. Þeir kunna að spyrja, hvernig þá beri að skilja syndafallssöguna í þriðja kapítula Fyrstu Móse- bókar. í augum þeirra, sem gera sér það ljóst, að sagan er dæmisaga, en ekki frásögn um atburð, er hafi í raun og veru gerzt, verður hún ekki af þessari ástæðu ómerkilegri. Hún felur í sér mikilvæg sannindi um tilhneigingu manns- ins til þess að láta undan hinum lægri hvötum dýrsins og afleiðingarnar af því að láta girndir og þótta fá yfirhönd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.