Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Side 29

Morgunn - 01.12.1941, Side 29
MORGUNN 127 lest og dvaldi hjá D, unz hann lézt nokkrum klukkustund- um síðar. Þar var líka maður nokkur, sem nefna má R, kunningi hans úr tollgæzlunni. Undrun þeirra var ekki lítil, þegar hinn deyjandi tollvörður bað R að spyrja sig nokkurra spurninga um það, hvernig mæla skyldi malt á gólfi, og þar fram eftir götunum. R gerði þetta, og D spurði hvort hann hefði gefið rétt svör. ,Hárrétt‘, svaraði R. Þá sagði D: ,Ástæða mín til að biðja þig að spyrja mig var sú, að fullvissa ykkur um, að ég sé fyllilega með ráði og rænu, laus við allar skynvillur. Nú ætla ég‘, bætti hann við, ,að segja ykkur frá því, að auk konunnar minnar og ykkar tveggja sé ég herbergið fullt af öðru fólki, sem ég þekki ekki, en það er bersýnilegt, að það er ekki komið hingað erindislaust. Hvert erindið er, veit ég ekki, en ykk- ur til hughreystingar vil ég að þið vitið það, sem ég hefi aldrei efað, að andlegi heimurinn er ekki neitt vafa-atriði, heldur hreinn og beinn veruleiki'. Rétt eftir að hann hafði þetta mælt, andaðist hann. Bróðir minn, R og D voru allir í fríkirkjunni (Congregational Church). Vera má, að sú efasemd geri vart við sig, hvort þessi þekking mundi ekki hafa verið opinberuð fyrir löngu, ef svo huggunarrík sannindi fælust á bak við blekkingu dauð- ans. Þessu getum við ekki svarað á annan hátt en að minna sjálf okkur og aðra á það, með hve hægfara skrefum mann- kynið hefir öðlazt þekkingu á sjálfs sín þróunarsögu, stöðu sinni í alheiminum, og svo mörgu öðru. Óumflýjanleg van- þekking og óumflýjanleg synd hafa blindað augu manns- ins. „Allt frá barnæsku sinni hefir mannkynið staulazt varðan veg; og hinn fyrsti æskufróðleikur þess sýnir nú, að margt af því, sem það trúði fyrir hugboð eitt, á sér ræt- ur í veruleikanum“, eins og Myers kemst að orði (Human Personality, II, 287). Það er þessi trú hugboðsins, sem rannsókn og athuganir hafa staðfest og skorðað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.