Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Síða 39

Morgunn - 01.12.1941, Síða 39
MORGUNN 137 vitundarinnar og stjórnað þannig næringunni og þrosk- anum, og jafnframt verið aðsetur þeirra tækja, sem eru til þess að koma af stað og taka móti fjarskynjunar skeyt- um. Fjarskynjuncir hæfileiki. Það eru til þau einkenni, sem ráða mætti af, að fjar- skynjunarhæfileikinn hafi í fyrstu þróazt sem sambands- tæki milli tegunda á lægra stigi, sem ekki er víst að hafi verið sér þess meðvitandi. Skordýrafræðingar og fleiri, sem hafa á drengjaárum safnað mölflugum, kannast við hvernig þessi skordýr haga sér, þegar þau hænast að blöndu af sýrópi og rommi, sem borin er í blettum á trjá- boli að næturlagi. Ef hentugt veður er þrjár nætur í röð, þá fer smáfjölgandi mölflugunum sem sækja að síróps- blettunum. Það koma fáar fyrstu nóttina, margar aðra nóttina og mjög miklu fleiri þriðju nóttina. Þeir, sem eru þrjár nætur á fljótaskipi í heitum löndum, hafa einn- ig tekið eftir, að með líkum hætti fer fjölgandi moskító- flugum, sem safnast að skipinu. Þetta mætti skýra þann- ig, að það sé hæfileiki til að senda f jarhrif yfir svæði inn- an takmarkaðs hrings, fjarskynjunaráhrif, sem draga að mölflugurnar eða moskítóflugurnar, sem eru innan þessa hrings. Fyrstu nóttina dragast skordýrin að af lyktar- skynjun á litlu svæði. Aðra nóttina dragast þau að af svæði innan stærra hrings fyrir fjarhrif frá þeim skor- dýrum, sem fundu þarna næringu fyrstu nóttina. Þriðju nóttina mundu öll þau skordýr, sem komu aðra nóttina, senda út frá sér fjarhrif yfir enn þá stærri hring og fjöldinn, sem að drægist vera hér um bil ferfalt meiri. Ef þessi áhrif berast út með einhvers konar geislun gæti það einnig gefið skýringu á því, að skordýr drag- ast að Ijósi. Fjarskynjunaráhrifin gætu þá borizt út með geislum með bylgjulengdum, sem einnig eru í litrófi venjulegs ljóss, og það sé þess vegna, að mölflugan sækir í kertaljósið. Fjarhrifasambandið milli skordýra hefði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.