Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 58

Morgunn - 01.12.1941, Page 58
156 MORGUNN hann segja við Jóhannes: „Þú mátt ekki gleyma þessu lengur, og mundu nú það“. Nánara aðspurð um það, hvað væri innan í umslagi þessu, svaraði miðillinn: „Það er sumt prentað, en sumt skrifað“. Jóhannes telur, að rétt hafi verið þarna lýst í öllum aðalatriðum herbergjaskipun á heimili hans, skrifborðinu og fleiri húsmunum, en einkum kannaðist hann vel við blýantinn í skrifborðsskúffunni, er var bilaður. Eftir fund- inn gekk hann rakleitt heim og rannsakaði bréfin í skrif- borðsskúffunni. Fann hann þar bréf frá kunningja sín- um, er í voru nokkrir peningaseðlar. Var hann beðinn í bréfinu að leggja aura þessa í bankann. Bréf þetta, með peningunum í, hafði slæðzt ofan í skrifborðsskúffuna og gleymzt. Ég læt þessi fáu dæmi nægja að sinni. En ég vil þó bæta því við, að ég á miðilsfundum frú Láru hefi hvað eftir annað orðið sjónarvottur að svo mörgum og stórfelldum líkamninga- og afholdgunarfyrirbrigðum, að ég tel með öllu útilokað, að þar hafi getað verið um blekkingar einar og sjónhverfingar að ræða. Sumarið 1939 sá ég sjálfur um allan útbúnað í fundarstofunni, og geymdi sjálfur stöðuglega lykilinn. Hafði miðillinn aldrei með sér þang- að inn tösku eða nokkurn annan sýnilegan farangur. En rétt er að fara varlega í allar fullyrðingar. Og líkamninga- fyrirbrigðin tel ég að æskilegra hefði verið að fá að rann- saka ítarlegar en mér hingað til hefir gefizt kostur á. En merkileg eru þau og afar athyglisverð. Niðurstaðan af athugunum mínum á miðilsstarfi og miðilshæfileikum frú Láru Ágústsdóttur er í fám orðum á þessa leið: 1. Að á mörgum miðilsfundum frú Láru hafa gerzt at- burðir, sem eru í senn bæði stórfenglegir og merkilegir, og að hin dulrænu fyrirbrigði eru yfirleitt harla merkileg og flókin athugunar- og rannsóknarefni, þar sem vér enn þekkjum of lítið til þess að vera fær um að kveða upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.