Morgunn - 01.12.1941, Síða 67
MORGUNN
165
héldi í þá átt, sem ísland var, og sæi hann þá Selárdal og
Kristínu (konu sína) og börnin, og hvern mann sitja og
vera, þar sem vera átti. En slíkt er ei auðvelt að sanna.
Svo sagði Guðmundur Þórisson, er sveinn var Odds í
Reykjaholti, að einhverju sinni var Oddur staddur í kirkju
og vinnumaður hans einn. Þar kom hrafn og settist á
skemmu og gall mjög. Maðurinn mælti: vita vildi ég nú
hvað hrafninn segir. Oddur mælti: hvern góða hefir þú
þar af. En ef þér er mikil forvitni á, þá mun ég segja þér.
Hann segist kroppa úr þér augun á morgun í þetta mund,
og annað það, að ostur sé í glugganum á skemmunni og
fái hann ei náð. En sé osturinn ei þar, þá lýgur hann allt.
Osturinn var þar, en um morguninn reið maðurinn til
Snældubeinsstaða að sækja hest, og teymdi hann. En hann
tók í tauminn og kippti honum af baki, ofan í ána. Rak
hann þar ofan á eyri eina og fannst þá hrafninn hjó úr
honum augun, og er þar síðan kölluð Hrafnseyri. Af þessu
hugðu menn, að Oddur skildi fuglsrödd, en þó er það lík-
ara, að forspá hans hafi ein valdið. Hann sagði og fyrir
dauða sinn og með hverjum atburðum ské mundi“.
Úr Árbókum Jóns Espólíns, IV. deild.
Öll þau fyrirbrigði, sem hér er sagt frá, eru vel þekkt
hjá miðlum og sálrænu fólki nú á dögum. Jón Espólín skýr-
ir þau öll einu nafni og nefnir þau forspár. En það er ekki
nákvæmt.
Þegar Oddur segir Gissuri frá dauða barns hans heima
á íslandi, á sömu stundinni og barnið er raunverulega að
deyja þar, er vitanlega ekki um forspá að ræða, heldur
sennilega um fjarskyggni, frá Kaupmannahöfn og til ís-
lands. Hliðstætt dæmi, fárra ára gamalt, er það, að kona
nokkur úr Norðurlandi kemur til Isleifs Jónssonar í Rvík,
og sér hann þá heim til hennar, lýsir þar húsakynnum,
sem hann hafði aldrei séð, og segir hvað maður hennar
sé þar að aðhafast þá stundina, og reyndist það allt rétt.
12