Morgunn - 01.12.1941, Síða 73
M 0 R G U N N
171
Markmið mannsins.
Eftir Sir Oliver Lodge.
Framþróun mannkynsins er skammt komið áleiðis enn.
Hæstu tindar þess eru þaðaðir í sólskini, en í dölunum er
enn þá dimmt. Miðlungsflokkur mannkynsins stendur ekki
miklu ofar forfeðrum sínum í dýraríkinu, í honum lifa
enn margar hvatir dýranna, og eru sterkar. Bardagahvöt-
in, t. d., er áberandi, og hefir tekið á sig skynsemdarlaus-
ar myndir, sem fæða af sér ósegjanlega eymd. Á meðan
hernaðurinn var karlmannleg íþrótt, sem reyndi á líkams-
þrek og karlmennsku keppendanna, mátti segja um hana
sitt af hverju gott. Á tímum Hómers var hermaðurinn
viðfangsefni hetjanna, frækni þeirra og afrek voru lof-
sungin í ljóðum, sem vöktu metnað æskumannanna. Og
lengi síðan klæddust menn skrúðklæðum, er þeir gengu til
orustu, riðu glæstum fákum og áttu persónuleg skipti við
óvininn. Af þessu ganga sögur, sem enn búa yfir aðdrátt-
arafli fyrir hugdjarfa æskumenn.
En skynsamir menn eru nú á tímum komnir að raun
um, að hernaðarhvötin á ekki rétt á sér lengur og ætti
ekki lengur að vera til. í núverandi mynd sinni er hún
óskynsamleg og siðspillandi. Urkynjun hennar hófst með
hinum langdrægu fallbyssum og öflugu sprengjum. Er
nokkurt hugrekki eða glæsileg djarfmennska í því fólgin,
að gera sjálfan sig ósýnilegan í orustunum og grafa sig
niður í jörðina til að fela sig fyrir óvinunum þar? Raunar
þarf hugrekki til þess að halda áfram þessari smánarlegu
iðju og kjark, til að manna kafbátana. En sú eyðilegging,
sem hægt er að áorka með þessum tækjum, er algerlega
undir hreinum tilviljunum komin og þess vegna auvirði-
leg og smánarleg. Og þegar kúlan hittir hermanninn, er
dauði hans fyrirlitlegur.