Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 74

Morgunn - 01.12.1941, Page 74
172 MORGUNN Það sýnist nú, sem það kynni að teljast ákjósanlegt að reka hernaðinn að mestu með vélum, þannig að bryndrek- um, kafbátum og flugvélum verði stjórnað úr fjarlægð án þess nokkur mannlegur líkami væri í þeim, svo að þær þyrftu ekkert annað að rúma en ógurlega sterkar sprengj- ur, eiturgas og smitandi sýkla. En að þessu stefnir, ef mannkynið vitkast ekki. Fólkið heima, sem framleiðir sprengjurnar og efnablöndurnar, er ekki síður nauðsyn- legt en hermennirnir sjálfir á vígvöllunum. Þannig virð- ist allt benda til þess, að tortímingunni verði blátt áfram útvarpað til óvinanna úr löndunum heima. Konum verður að tortíma engu síður en körlum. Það verður reynt að koma í veg fyrir að særðir menn hljóti lækningu og börn- in komist upp. Heildsölumorð og tortíming í stórum stíl er fljótvirkasta aðferðin. Þau tímabil hafa komið í sögu mannkynsins — trúar- bragðasögunni einnig — þegar ríkjandi þjóðir ráku slík- ar styrjaldir, að svo miklu leyti, sem auður þeirra og tækni leyfðu. Engu var eirt, þegar þjóðflokkarnir voru kúgaðir. Það var stefnt að fullkominni gereyðing, þótt í smáum stíl væri í samanburði við þá gereyðing, sem nú væri unnt að framkvæma. Menn gerðu það, sem þeir höfðu tök til. Prest- arnir þeirra drógu upp línurnar, sem fara skyldi eftir: „Þú skalt fara og slá Amalekíta, gjöreyða öllu, sem þeir eiga, og vægja þeim ekki. Dreptu bæði konur og karla, börn og brjóstmylkinga, uxa, sauði, úlfalda og asna“. Afsökun fyrir þessu athæfi átti að vera sú, að þjóðirnar umhverfis Israelsmenn væru fallnar í hjáguðadýrkun og illa siðu, — og að verulegt trúboðsstarf mundi hafa orðið of hættulegt fyrir trúboða Jahve, sem enn voru hálfgerðir villimenn. En að minnsta kosti var kvikfénaðurinn sak- laus, af honum gat engin hætta stafað. Það er þýðingar- laust að reyna að afsaka slíkt athæfi. Eina afsökunin er sú, að þetta gerðist á bernskuskeiði siðmenningarinnar. Grimmd og blóðþorsti fylgdu villimanninum, og guðfræði hans var ekki svo háleit, að hún gæti bent honum hærra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.