Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 8
102
M 0 R G U N N
búnir að heyja sína baráttu við efasemdirnar og' voru
komnir að óhagganlegri niðurstöðu, og af því hefir stefna
félagsins mótazt. Þar hefir að nokkru leyti verið byggt
á þeim fyrirbrigðum, sem fram hafa komið hjá íslenzk-
um miðlum, einkum Indriða Indriðasyni, og að öðru leyti
verið stuðzt við rannsóknir hinna mikilhæfustu manna
erlendra, sem notið hafa hinna fullkomnustu og beztu
rannsóknaskilyrða.
Ilinn heimskunni ítalski sálarrannsóknamaður, próf.
Lombroso, hefir sagt: „Ilversu vafasöm sem hver ein-
stök atriði hinna sálrænu fyrirbrigða kunna að virðast,
þá mynda þau, er þau koma saman í heild, svo þéttan vef
sannana, að hann stenzt allar árásir efans“. Þetta mæl-
ir maður með djúpsettan lærdóm og víðtæka reynslu í
sálrænum efnum eftir áratuga langt og merkilegt rann-
sóknastarf Ég ætla því ekki, háttvirtir tilheyrendur, að
setja hér l’ram ítarlega greinargerð fyrir neinu einstöku
atriði, heldur að nota tímann, sem ég fæ til að tala við
yður, til þess, að gefa yður yfirlit yfir höfuðatriði þeirra
staðreynda, sem vér spíritistar teljum að sannað hafi
framhaldslífið svo vel, að enginn hleypidómslaus maður,
hversu gagnrýninn sem hann kann að vera, þurfi að vera
í vafa um þetta stórmikla mál, já, þetta þýðingarmesta
mál alls mannkynsins.
Fyrst ætla ég að geta hinna svo nefndu „líkamlegu
fyrirbrigða“, en undirstaða þeirra allra er hið dularfulla
útfrymi, efni, sem út af líkama miðilsins og að einhverju
leyti þeirra, sem með ho.num eru, streymir, og vísinda-
mennirnir hafa nefnt:
ECTOPLASMA
I upprunalegu ástandi sínu er „ectoplasmað“ ósýni-
legt og óáþreifanlegt, en þegar það streymir út af líkama
miðilsins, oftast út af vitum hans, verður það líkt og
gufumyndað og smáþéttist, unz það tekur á sig fasta,