Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 93
M O R G U N N
187
veruleik fyrirbrig-ða.nna, og- um það, að persónulegt fram-
haldslíf og þróun tæki við eftir hinn jarðneska dauða.
Að vísu hafa sumir þeirra sjálfstgt trúað því áður, að
dauðinn væri ekki endir alls, en með rannsóknunum urðu
þeir sannfærðir um það, að þeir hefðu fengið vísindalega
sönnun fyrir þessu og einnig því, að þessu framhaldslífi
væri allmikið á annan veg háttað en kirkjan hafði kennt.
En þar voru nú ekki aðrir á sama máli. Spíritistarnir hér
— andatrúarmenn voru þeir oft nefndir, og er það rang-
nefni — urðu fyrir allmiklum árásum, háðsyrði og
skammir dundu á þeim. Málinu var blandað inn í stjórn-
málin á næsta broslegan hátt. Miklir sleggjudómar voru
kveðnir upp af mönnum, sem enga þekking höfðu á þess-
um málum. Menn, sem engan hafði grunað, að nokkurn
tíma hefðu hugsað um andleg efni, urðu nú allt í einu
heitir bókstafstrúarmenn og ótrúlega vandlætingasamir.
En þeim, sem hlutlausir voru, gat ekki skilizt, að nokkuð
væri móti því að rannsaka þetta mál, þótt það sé utan
við það svið, sem takmarkaður mannshugurinn fær skynj-
að hversdaglega. Síður en svo. Það verður hugsandi
mönnum æ mjög eðlilegt, að leita út fyrir takmörk hins
skynjanlega, þegar um ráðgátur lífsins og dauðans er að
ræða. Og það væri fásinna og ósamboðið heilbrigðum
hugsunarhætti, að láta slíkar rannsóknir undir höfuð
leggjast, annaðhvort af kreddutrú eða ofstæki, hvað þá
heldur af stjórnmálalegum ástæðum. Enda létu þeir Ein-
ar ekki þessa orrahríð á sig fá, er að þeim var gerð, og
fullyrða má, að flokkur sá, er þeir studdu, hafi engan
hnekki beöið vegna rannsókna þeirra á dularfullum fyrir-
brigðum — Verður ekki frekara farið út í það hér, að
lýsa þeim miklu áhrifum, sem þessi rannsókn hafði á
trúarlíf manna hér á landE— og hefur enn.“ (Leturbr.
ritstj.).
Eins og lesendum MORGUNS og mörgum unnendum
sálarrannsóknamálsins hér á landi er kunnugt, hefir