Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 4
98
M 0 R G U N N
málefni þess á liðnum 25 árum. Frú Aðalbjörg svaraði
með skörulegum árnaðaróskuiji til félagsins og lagði eink-
um áherzlu á þá ósk sína, að það mætti enn standa í
fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir frjálsri hugsun um
andleg mál á Islandi. Ilr. Gretar Ó. Fells svaraði með
snjallri ræðu og bar kveðjur frá Guðspekifélögunum.
Þá tók enn til máls hr. Sigurjón Pétursson forstjóri,
minntist hann á húsbyggingarmál félagsins og þakkaði
konunum þeirra ágæta starf, en frú Ilólmfríður Þorláks-
dóttir svaraði. Þær systur frk. Emilía Borg og frú
Þóra Borg Einarsson skemmtu með upplestri og undir-
irleik. Eftir borðhaldið sátu menn að samræðum við kaffi-
drykkju.
Kveðjur bárust félaginu í bundnu máli og óbundnu, og
gjafir. Er hinnar höfðinglegu gjafar séra Magnúsar Bl.
Jónssonar, fyrrum prests að Vallanesi, síðar getið í
þessu riti.
Þótt forseti félagsins hafi síðan flutt í útvarpinu nokk-
urn hluta erindis þers, er hann flutti á afmælisfundinum
í Fríkirkjunni, þykir Morgni hlýða, að ílytja hér lesend-
um sínum erindið í heild:
HVERN BOÐSKAP HEFUR S. R. F. I.
FLUTT ÞJÓÐINNI?
Erindi flutt í Fríkirkjunni í Reykjavík á 25 ára
afmælisfundi S, R. F. I. 9. des. ’43.
Háttvirtir tilheyrendur, félagar S. R. F. I. og gestir.
Það var fyrri hluta vetrar 1934, að brezka útvarpið
fékk tíu ræðumenn frá Brezka Sálarrannsóknafélaginu til
þess að flytja fræðsluerindi um sálarrannsóknamálið í út-
varpið. Það var álitið að þessi erindi hefðu vakið dæma-
fáa ef ekki dæmalausa athygli hlustendanna, og var það
m. a. ráðið af því, að þegar flutningi þessara tíu erinda
var lokið, höfðu fyrirlesurunum borizt hvorlti meira né
minna en um þrjú þúsund bréf frá hlustendum.