Morgunn


Morgunn - 01.12.1943, Page 27

Morgunn - 01.12.1943, Page 27
MORGUNN 121 sálin, a. m. k. einhver hluti hennar, hverfur úr líkaman- um um stund og- fer til fjarlægra staða. Menn hafa neitað því, að þetta væri mögulegt, fram til síðustu tíma og margir .neita því enn, en hvers vegna dettur mönnum í hug að fullyrða svo furðulega hluti, sem þetta raun- verulega er? Þetta er ekki staðhæft út í bláinn, heldur vegna þess, að ekki fáir menn fullyrða, að þeir fari slikar ferðir, og þeir hafa gefið rannsóknamönnum mörg tækifæri til að ganga úr skugga um, að þetta gerist raunverulega. Þeir, sem þessum merkilega hæfileika eru búnir, hafa sannað oss ferðalög sín með því, að segja hvað fyrir þá hafi borið í ferðinni, og með því, að segja oss, hvað þá stundina hafi verið að gerast á fjarlægum stað. Stór- merkilegar tilraunir með þetta gerðu fyrir tíu árum nokkurir amerískir vísindamenn. með miðilinn fræga frú Garrett. Tilraunin var sú, að meðan tilraunamennirnir sátu hjá henni í tilraunaherberginu í New York, átti hún að reyna að fara úr líkamanum og heimsækja lækni nokk- urn, sem bjó í fleiri hundruð mílna fjarlægð, í Tor- onto, og segja frá því, sem fyrir hana bæri þar, en þang- að hafði frúin aldrei áður komið. Læknirinn í Toronto var með í tilrauninni, en. hann hafði einnig sálræna hæfi- leika, Þetta heppnaðist ágætlega. Frú Garrett lýsti húsa- kynnum læknisins, hún heyrði orð hans, sem hann beindi til hennar, þegar hann varð hennar var. Ilún lýsti bók, sem hann tók og las í, og sagði innihald þess, sem hann las, sá, að hann var með hvítt bindi um höfuðið og heyrði, er hann sagöi henni frá smáslysi, sem fyrir hann hefði komið rétt áður en tilraunin átti að hefjast. Rann- sóknamennirnir í New York skrifuðu orðrétt hjá sér það, sem frú Garrett sagði frá þessu merkilega ferðalagi sínu, og læknirinn í Toronto gerði hið sama, og allt kom ná- kvæmlega heim. Það var ómögulegt að komast hjá að sjá, að frúin hafði raunverulega farið þessa furðulegu ferð, og heyrt og séð það, sem fram fór í húsi læknisins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.