Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 67
M 0 R G U N N
161
ár eftir þetta, en það hefði hún vissulega ekki fengið, ef
ég hefði farið að ráðum læknanna, hjúkrunarkvennanna
og ættingja hennar, þá hefði hún dáið í einhverju hælinu.
Ævilangt er ég þakklátur fyrir það, að ég hlýddi skipun-
inni, sem ég fékk forðum á leiðinni heim, ég er sann-
færður um, að hún kom að ofan.
Konan mín liafði engar sálrænar gáfur, sem ég liefi
aftur á móti, og hún varð aldrei aftur fyrir neinni yfir-
venjulegri reynslu. í sál minni er undarlegt sambland sál-
rænna tijhneiginga og efagirni, og mikið vildi ég mega
fyrir það gefa, að andlegt eðli mitt væri þroskaðra en það
er. Skapgerð konu minnar var miklu andlegri en mín, en
ég fullyrði, að samband okkar hafi verið alveg óvenjulegt,
og tvímælalaust sá ég hana í vitrun tveim árum áður en
við sáumst í fyrsta sinn. Á því er ekki efi.
Daginn, sem hún var jarðsungin, varð ég skyndilega
yfirkominn af háleitri fagnaðarkennd, þegar ég var að
leggja blóm á kistu hennar. Ég var þegar sannfærður
um, að þessi áhrif komu frá henni og sagði: ,,Gerðu ekki
áhrifin svona sterk“. Ég var hræddur um, að ég myndi
komast úr jafnvægi og missa fullt vald á sjálfum mér.
Áhrifin urðu samstundis mildari, samt var sál mín full af
ljómandi hamingju. Þau geðhrif varðveitti ég samfleytt í
margar klukkustundir, og í rauninni hefi ég varðveitt
þau allt fram til þessa dags (í sjö ár). Þetta er eins
ólíkt minni rólegu, skynsamlegu hugarstefnu og unnt
er. Afstaða mín til lífsins, mótuð af reynslu minni, er
sú, að taka hverju, sem að höndum ber, með glaðlegu
hugrekki. Þangað til fyrir fáum árum hafði ég haldið
skínandi hamingju óhugsanlega fyrir mig. Þó fann ég
hana, og það daginn sem konan mín var grafin.
Fáum dögum síðar sá ég hana í unaðslegri sýn.
Ég var þá milli svefns og vöku, öll hin sorglegu merki
þjáninganna og öll örin eftir gömul sár voru horfin, en
andlit liennar hafði verið mjög illa skemmt af örum eftir
blóðkýli. Andlit hennar ljómaði af hreysti og fegurð. —
11