Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 19
M 0 R G U N N
113
ar staðreyndir, sem margir rannsóknamenn hafa gengið
úr skugga um, að eru veruleikur.
Hvernig myndast þessar dularfullu raddir? Að því efni
hefur rannsóknamönnunum enn sem komið er verið örð-
ugt að koma. verulega sjálfstæðum rannsóknum, en þeir
virðast telja sig hafa ástæðu til að ætla að það sé rétt,
sem þessar raddir hafa sjálfar sagt oss og margsinnis
er staðhæft gegn um transmiðlana, að þessar raddir séu
framleiddar þannig, að úr „ectoplasmanu“, efninu, sem
út af miðlinum og líklega einnig öðrum fundarmönnum
streymir, myndi hinir ósýnilegu stjórnendur einskonar
talfæri, barka og raddbönd og tungu, og að þessi „ecto-
plasma“-talfæri geti hinar ósýnilegu vitsmunaverur not-
að til þess að framleiða heyranleg orð. Við þessar tilraun-
ir eru samkvæmt ósk hinna ósýnilegu stjórnenda, venju-
lega hafðir í herberginu léttir málmlúðrar. Þeir svífa um
tilraunaherbergið, stundum nema þeir við lopt, stundum
strjúkast þeir því nær eftir gólfinu. Lúðrana nota
hinar ósýnilegu verur oft eins og hljóðmagnara, tala inn
um mjórri endann mjög veikri röddu sem verður síðan
greinilegri, þegar hún kemur út um víðari endann á
lúðrinum. Þetta fyrirbrigði nefna sálarrannsóknamenn
„beinar raddir“, e,n stundum þarf engan lúður að nota,
röddin talar einhversstaðar úti í herberginu'og samtímis
við það, að miðillinn er að tala við einhvern fundargesta.
Það fyrirbrigði er kallað „sjálfstæðar raddir“. Það er
mjög sjaldgæft og hefur ekki sannanlega gerzt nema hjá
fáum miðlum, svo að tvímælalaust hafi orðið. Um bein-
ar raddir segir rannsóknamaðurinn Wills frá því, að í
fullu ljósi hafi rödd talað í gegn um lúðurinn en sam-
tímis hafði hann nánar gætur á miðlinum og sá, að
munnur hans hreyfðist ekki, varirnar voru eins og límd-
ar saman og enginn vottur af hreyfingu var merkjanleg-
ur á barkakýli miðilsins. Um sjálfstæðar raddir segir
sami höfundur frá dæmi, sem honum var sjálfum kunn-
8