Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 66
160
M 0 R G U N N
okkur mikinn skilning og samúð, en hann sagði, að það
væri ekki til einn möguleiki á móti þúsund fyrir því að
hún gæti nokkurn tíma fengið fullan bata. Hjúkrunar-
konurnar tóku í sama strenginn. Allir aðrir en dóttir
mín fullyrtu, að kona mín mundi byrja á eiturnautninni
aftur, óðara og hún væri komin heim, og dóttir mín var
ekki meira en átján ára gömul.....
FULLKOMIN LÆKNING
Hér um bil einni viku eftir þenna furðulega atburð var
ég á leiðinni heim á reiðhjóli mínu Ég hafði verið í
sjúkrahúsinu og talað við lækninn og yfirhjúkrunarkon-
una, sem bæði sögðu, að þau vildu ekki bera ábyrgð á því,
sem yrði, ef konan mín væri leyst undan gæzlunni í
sjúkrahúsinu. Ég hafði enga hugmynd um, hvað af ráða
skyldi. Ég gerði mér ljóst, að vera ky.nni, að afleiðingin
yrði sjálfsmorð, og ég fann sárt til ábyrgðarinnar, sem á
mér hvíldi. Eins og áður segir var ég á heimleið á reið-
hjóli mínu, klukkan var um hálf þrjú. Skyndilega var
eins og yfir mig kæmi sú geiglausa ákvörðun, að taka
áhættuna og flytja konu mína heim. Ég fór til sjúkra-
hússins þegar að næsta morgni, og þar sagði konan mín
mér, að í sama mund og ég liefði tekið ákvörðun mína á
heimleiðinni deginum áður, hefði komið yfir sig undarleg
rósemi og fullvissa um, að allt mundi fara vel. Ég gerði
þá allar ráðstafanir til að flytja hana heim. Ég get stað-
fest það með eiði, að eftir þetta tók hún engin meðöl,
og hún sagði mér, að löngunin eftir þeim væri fullkom-
lega horfin. Ilverjum augum sem menn líta á sýnina, sem
hún sá við rúmið sitt, verður ekki fram hjá því komizt,
að hún fékk fullkomna lækning og það af sjúkdómi, sem
venjulega er talið vonlaust með öllu, að læknist.
Ileilsu sína að öðru leyti fékk hún ekki aftur, enda var
hún algerlega eyðilögð áður af öðrum líkamlegum ástæð-
um. En hún fékk að lifa rólegu lífi heima hjá mér í eitt