Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 11
M 0 R G U N N
105
lagi hafa rannsóknir á þessum fyrirbrigðum verið reknar
af sumum þeim mönnum, sem dómbærasta má telja á
sviði jarðneskra vísinda. Þeir hafa grannskoðað þessa
dularfullu gesti við sæmilegt ljós, vegið þunga þeirra,
hlustað á hjartslátt þeirra, talið æðaslögin, gengið úr
skugga um almenna líffærastarfsemi með þeim, skoðað
tennur þeirra, tungu, góm, eyru, augu, hár o. s. frv. í
öðru lagi hafa einkum nú á síðustu árum, eftir að menn
lærðu að nota hið svonefnda „i.nfra“-rauða ljós, verið
teknar fjölda margar myndir af þessum verum, og í
þriðja lagi hafa við fuilkomnustu rannsóknaskilyrði feng-
izt vax-mót af höndum þeirra, fótum og jafnvel andliti-
um. Þetta sýnir svo vel, að ekki verður um það villzt, að
hér er um veruleika að ræða, jafn staðgóðan og hvern
annan veruleika, sem vér jarðneskir menn þykjumst hafa
fulla ástæðu til að vera sannfærðir um
Sir William Crookes varð fyrstur nútíma vísindamanna
til að framkvæma verulegar rannsóknir á þessum stór-
furðulegu fyrirbrigðum. Líkömuð vera, sem nefndi sig
Katie King, gaf honum margvísleg tækifæri til að rann-
saka sig um þriggja ára skeið samfleytt, og sextíu árum
síðar hefur nú þessi sama fagra, unga kona úr anda-
heiminum komið til dr. Glen Ilamiltons í Winnipeg. —
llann hefur athugað hana á ýmsa lund og tekið af henni
margar greinilegar og fagrar ljósmyndir.
Næstur Sir William Crookes verður prófessor Richet við
Sorbonne-háskólann til þess að iðka kerfisbundnar vís-
indalegar rannsóknir á líkamningafyrirbrigðum áratugum
saman. Á einum stað segir hann svo: ,,í Villa Carmen sá
ég fullmyndaða mannveru rísa upp frá gólfinu. Fyrst
var þetta ekki stærra en eins og hvítur vasaklútur lægi
á gólfinu fyrir framan tjaldið, sem miðillinn var á bak
við. Þá tók þetta hvíta efni mynd mannlegrar ásjónu á
gólfinu, reis síöan í beina línu upp og var þá lágvaxinn
maður klæddur hvítri skikkju, gekk tvö eða þrjú haltr-
andi spor fyrir framan tjaldið, lineig síðan niður og hvarf