Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 71
M 0 R G U N N
165
Á ferð og flugi.
Hvað eru draumar? Geta þeir stundum verið raunveru-
leg- ferðalög sálarinnar í ,,eter“-líkamanum um fjarlæga
staði ?
Óneitanlega virðist hún benda til þess, sagan sem hér
fer á eftir. Hún hefur verið birt í mörgum bókum og er
víða kunn, en er hér tekin úr bók enska rithöfundarins,
P. Battersby. „Man Outside Himself“: maðurinn utan við
sjálfan sig.
Söguhetjan, frú Butler, bjó með manni sínum í írlandi.
Árið 1891 var það, að hana dreymdi, að hún væri stödd
í ókunnu húsi, sem búið var öllum þeim þægindum, sem
hún óskaði sér. llún fór um allt húsið, frá herbergi til
herbegis, hugði vandlega að herbergjunum, húsbúnaði
öllum, hurðum og litunum, sem húsið var skreytt með.
Hún þóttist vita að húsið væri í notkun en sá engan í-
búanna.
Hana dreymdi margsinnis nákvæmlega þennan sama
draum, svo að hann festist mjög í vitund hennar, ekki
sem nein óveruleg skyndisýn, heldur sem ljóslifandi
veruleikur, og svo fór, að henni fannst fátt mundi vera
í húsinu svo að hún þekkti það ekki eins vel og hún hefði
beinlínis átt þar heima.
Ári síðar fluttust Butlershjónin til Lundúna. Þegar þau
voru að leita fyrir sér um húsnæði, rákust þau á auglýs-
ingu um hús, sem væri til leigu í Ilampshire Af auglýs-
ingunni að dæma þótti þeim, sem húsið mundi henta þeim
ágætlega að öllu leyti, en vegna þess hve leigan var óeðli-
lega lág voru þau hrædd um að einhverjir gallar væru á
húsinu, sem þagað væri yfir. Samt fóru þau til Hampshire
til að skoða húsið, og þegar það blasti við þeim, hrópaði