Morgunn


Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 33

Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 33
M 0 R G U N N 127 g’uðfræöi kirkjunnar var svo fjötruð í kennisetningum, sem voru þegar dauðadæmdar, að hún gat ekki haft for- ystuna um ný aldahvörf, og þessvegna sneru þeir sér beint að staðreyndunum sjálfum og hófu rannsóknir á þeim fyrirbrigðum, sem hægt var að prófa í eldi vits- muna og þekkingar. Þegar vér spíritistar minnumst fyrstu ára sálarrann- sóknanna, kemur oss það óhjákvæmilega í hug, hve mikiö af hugrekki og karlmannlegri sannleiksást þeir sýndu frumherjarnir, sem fyrstir brutu ísinn og lögðu til þeirr- ar baráttu, sem óhjákvæmilega hlaut að verða örðug og þung. Þegar þeir risu upp og kunngerðu heiminum ótrauðir það, sem þeir voru búnir að prófa, að var sann- leikur, var þeim það ljóst, að þeir voru að bera fram mál, sem blátt áfram kollvarpaði grundvallarkenningum vís- indanna á þeim tíma. Þeir voru sjálfir aldir upp við hug- myndir nítjándu aldar vísindanna, höfðu drukkið þær í sig í æðstu mennta- og menningarsetrum sinna tíma, þeir vissu, að þær staðreyndir, sem hinar nýju rann- sóknir voru að leiða í Ijós, gátu ekki samrímzt þeirri heimsskoðun, sem vísindi þeirra höfðu innrætt þeim, en staðreyndirnar, sem þeir höfðu kynnzt, voru svo máttug- ar, að undan þeim var ekki unnt að komast, þeir urðu að leggja til baráttunnar. Þeir menn, sem gerðust forystumennirnir, voru þegar áður búnir að vinna sér frægð á öðrum sviðum hinna jarðnesku vísinda, og nú gengu þeir fram fyrir opna skjöldu, og lögðu vísindaheiður sinn og frægð að veði fyrir því máli, sem hlaut að verða fyrir tortryggni, fyr- irlitningu og andstöðu. Þær viðtökur biðu fyrstu sálar- rannsóknamannanna og spíritistanna í ríkum mæli. — Kirkjurnar útskúfuðu þeim, stéttabræður þeirra innan vísindanna sýndu þeim fulla tortryggni og lítilsvirð- ing, blöðin hrúguðu yfir þá háðsyrðum og getgátum um vísvitandi svik eða þá fábjánaskap og eftir hljóðpípu blaðanna dansaði almenningsálitið, svo að margsinnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.