Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 36
130
M 0 R G U N N
sína í Kóngshellinum í Torqay, helltu vitringarnir, seni
þóttust vita betur, yfir hann bylgjum háðs og hlátra, og
þannig hefur flestum uppfinningunum, sem vér njótum
nú blessunar af, verið tekið í fyrstu. Menn þurfa svo
ótrúlega langan tíma til þess að átta sig á sannleikanum,
og því lengri, sem hann er nýstárlegri og furðulegri.
Tregða flestra vísindamannanna til þess að fást til að
rannsaka hin sálrænu fyrirbrigði stafar vafalaust af því,
að vísindin voru orðin hneppt í stálfjötra fastra kenni-
setninga, Þau voru búin að setja tilverunni lögmál, sem
þau töldu óhagganleg. Þess vegna neituðu vísindamenn-
irnir eindregið, að koma og sjá þunga hluti svífa í lausu
lofti umhverfis miðilinn fræga, Iíome, og þessvegna
fannst þeim það hlægileg fjarstæða þegar þeim var sagt,
að jafnvel hann sjálfur svifi í lausu lopti. Vísindamenn-
irnir þekktu þyngdarlögmálið, það þurfti svo sem enginn,
að fræða þá um það, að það stæði ekki gersamlega óhagg-
anlegt! Þessvegna neituðu þeir að koma á tilraunafund-
ina, sem haldnir voru með Madame d’Esperance, og ganga
sjálfir úr skugga um, að inn í harðlæst tilraunaherbergið
bárust heilir kestir af lifandi, ilmandi blómum. Þeir vissu,
að hlutir geta ekki borizt í gegn um heilt efni, það þurfti
enginn að segja þeim kynjasögur um, að hlutir færu í
gegn um læstar dyr eða heila veggi! Þessvegna neituðu
þeir, að koma á tilraunafundina hjá líkamningamiðlun-
um. Þeir vissu, að mannvera gat ekki myndast af engu,
og sízt gátu þessar kynjaverur verið framliðnir menn,
því að vísindamennimir vissu, að framliðnir menn voru
ekki lengur til!
Þannig liðu ár og áratugir, en ævinlega fengust ein-
hverjir af fremstu mönnum jaröneskra vísinda til þess að
rannsaka og vitnisburður þeirra varð æ máttugri. Ekki
sízt þegar jafnvel fór svo, að fullkomnir efasemdamenn
fóru að gera tilraunir með miðla, blátt áfram til þess að
afhjúpa það, sem þeir töldu vera eintóm svik og blekk-
ingar, en sannfærðust af rannsóknum sínum um raun-