Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 32
126
M 0 R G U N N
„Allur sannleikur verður einhverntíma
konungur44
Ræða forseta á afmælishátíð S. R. F. í.
í Oddfellow-húsinu.
Virðulegu gestir! Kæru félagssystkini!
Þegar spíritisminn hóf göngu sína á síðastliðinni öld
var, eins og kunnugf; er, efnishyggjan í alveldi sínu í hin-
um vestræna heimi, svo að ekki varð annað séð, en að
allar hugmyndir mannanna um heim fyrir utan og ofan
hinn jarðneska hlytu blátt áfram að verða úti og tor-
tímast með öllu í þeirri gerningahríð hinnar ísköldu af-
neitunar á a.ndlegum sannindum og staðreyndum hins
andlega heims. Það er engan veginn ósennilegt, að sá
spádómur Frederick Myers hefði rætzt, að án. sálarrann-
sóknanna mundi engin trúa upprisu Jesú Krists eftii'
hundrað ár, en fyrir þær muni þá allir trúa henni.
Sú stórfellda breyting hefur orðið um þetta, að efnis-
hyggjunni hefur raunverulega verið ste.vpt af stóli. Vís-
indin hafa allt aðra afstöðu til efnisins en þau höfðu
fyrir fáum áratugum, nýjar uppgötvanir í rannsókna-
stofum raunvísindanna hafa um skeið verið að smáfjar-
lægja vísindamennina sjálfa þeim skoðunum á efninu,
sem stéttarbræður þeiri’a höfðu á öldinni, sem leið, og
sem þá var talinn óvefengjanlegur og eilífur sannleikur,
að svo miklu leyti sem mátti nefna eilífðina á nafn. En
enda þótt það hafi ekki fengið verðskuldaða viðurkenn-
ingu enn, mun þó framtíðin vissulega leiða það í ljós, að
drýgstan þáttinn í valdahruni efnishyggjunnar áttu sál-
arrannsóknirnar, sem hófust fyrir alvöru síðari hluta
nítjándu aldarinnar. Þeir afburðamenn, sem þar voru
að verki, sáu, að hér gat engin heimsspeki hjálpað, að hér
dugðu engar vafasamar bollaleggingar um hlutina og áð