Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 30
124
M 0 R G U N N
staðreyndirnar hafa leitt þá til þeirrar óhagganlegu
vissu, sem engu þarf að trúa, vegna þess að hún veit.
Háttvirtir andstæðingar vorir þreytast ekki á því að
fullyrða, að hin endanlega sönnun, sem engum mótbár-
um verði komið gegn, sé ekki fengin. Nokkurir af ágæt-
ustu vísindamönnum veraldarinnar segja oss, að slíkar
sannanir séu komnar. Ég verð að játa það, að mér er
ekki ljóst, hvernig sú sönnun á að fást, ef hún, er ekki
þegar fengin. Það er ekki hægt að sanna, að tveir og
tveir séu fjórir, ef sá mælir í mót, sem blátt áfram neitar
að leggja saman, það er vitanlega ekki hægt að sannfæra
þá, sem ekki vilja láta sannfærast, vilja ekki kynna sér
málið.
Ég hygg, að jafnvel á þessu muni verða sigrazt. Málið
er ekki lengur það, sem það var fyrir nokkrum áratugum,
séreign nokkurra manna, eða fárra félaga. Það er orðið
alheimsmál. Það er orðið einn liðurinn í skýlausri þekk-
ing mannkynsins, og þannig mun það halda áfram, unz
öll mótspyrna er að engu orðin.
Ég á ekki við það, að allir eigi að rannsaka fyrir sig-
Mikill fjöldi manna er ekki fær um það, og hinir góðu,
öruggu og æfðu miðlar eru ævinlega fágætir. En um
þetta atriði er eins og um önnur þekkingaratriði mann-
anna, að allur almenningur verður að byggja á því, sem
hinir vitrustu og færustu menn fullyrða. Um sannanir
sálarrannsóknanna getur enginn fullyrt neitt, sem ekki
hefur sjálfur kynnt sér eða rannsakað, og þá er þess
að minnast, að einmitt þeir, sem dómbærir eru, einmitt
þeir, sem af glæsilegustum vitsmunum, dýpstum lær-
dómi og yfirgripsmestri þekking hafa vegið og metið
sannanirnar, hafa undantekningarlítið sannfærzt um það,
að staöreyndirnar, auðvitað engan veginn þær allar heldur
hinar fullkomnustu þeirra, sanni, að maðurinn lifir þótt
líkaminn deyi.
SálarrannsóknáTélag íslands hefur nú lokið fyrsta ald-
arfjórðungi sínum, og vér göngum móti nýjum áfanga,