Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 20
114
M 0 R G U N N
ugt. Hjá miðlinum frú Birkner var látinn sonur hennar
stjórnandi. llann hvarf frá sambandinu og kom ekki að
því um nokkurn tíma en eftirlét öðrum stjórnina. En
síðar fékk frú Birkner bréf frá alókunnugri konu í Cali-
forníu. Bréfritarinn spurði frú Birkner, hvort hún ætti
ekki son í andaheiminum, sem héti Roscoe. Ilann hefði
komið í samband hjá sér og hvatt sig til að skrifa móð-
ur sinni, því að hann vildi, að þær kynntust. Konunni
hafði áður verið ókunnugt með öllu um tilveru frú
Birkners, en virðist hafa eingöngu skrifað samkvæmt
heimilisfangi því, sem Rosco Birkner hafði gefið upp á
transfundinum
BÓKASANNANIR
Þá er ein tegund miölafyrirbrigðanna hinar svonefndu
bókasannanir. Þær eru ekki hvað sízt merkilegar fyrir
þá sök, að þegar um þær er að gera, er tiltölulega oft
unnt að sanna, að ekki hafi getað verið um hugskeyti fi'á
neinum viðstöddum til miðilsins að ræða. I flestum þess-
um svonefndu bókasönnunum er sagt af vörum miðilsins
frá bók, sem sé sú eða sú í röðinni, frá hægri eða vinstri,
í Þessari eða þessari hillu í ákveðnum bókaskápi. Á til-
tekinni blaðsíöu í þessari bók er mönnum síðan ætlað að
finna setningu, sem bendi á þann framliðna mann, sem
skeytið sendir. Tilraunir í þessa átt gerði próf. Haraldur
Níelsson með Guðmund Kamban fyrir allmörgum árum
og gat Einar Kvaran þeirra í bók sinni „Trú og Sann-
anir“.
Frá einu dæmi þessara bókasannana langar mig til að
segja. Glenconner lávarður og kona lians höfðu í síðustu
heimsstyrjööldinni, mist elskulegan og gáfaðan son, sem
þau söknuðu mjög. Á sambandsfundi hjá frú Leonard
hafði syninum tekist að koma merkilegum orðsendingum
í gegn til móður sinnar, en þau lávarðshjónin voru ein-
dregnir og alkunnir spíritistar. I apríl 1917 kom sonurinn