Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 49
M 0 R G U N N
143
var lát Þórólfs skrifað að vestan og hafði hann dáið sama
kvöldið, sem þessi atburður varð á Grund.
Jóhann Kristján var á 7. árinu, er þetta bar við, og
veitti öllu, sem um var talað, nákvæma eftirtekt. Ilann
sagði mér þessa sögu, er lmnn var orðinn gamall, og sagð-
ist geta sagt eins og gamalt fólk er vant að segja: „Ég
man það, eins og það hefði skeð í gær“.
Br. J. Dulr. Smásögur. Bess. 1907.
DRAUMMAÐUR
Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, segir svo frá í
hndr. frá 1880, að þegar Eggert Gunnarsson, bróðir
Tryggva bankastjóra, kom að Stóru-Borg og sá þar í
fyrsta skipti Elínu Magnúsdóttur Olsen, sem síðar varð
kona hans, hafi Elín verið í stofu með fleira fólki og horft
á, þegar gestirnir riðu í garð. En að jafnskjótt og Elír,
hafi komið auga á Eggert, hafi hún hrópað: „Þarna er
maðurinn, sem mig hefir dreymt!“ Samfarir þeirra Egg-
erts og Elínar urðu sliammar, því að hún andaðist korn-
ung árið 1869. (Sjá Þjóðs. Ól. Davíðss. II, Ak. 1939).
DRAUMUR OG FORSPÁ
Eftir Eiríki sjálfum hefir Þórhallur Bjarnarson biskup
skrásett þessar frásagnir:
„Fóstra Eiríks Jónssonar, vísiprófasts á Garði í Kaup-
mannahöfn (d. 1899) hét Kristín og var dóttir séra Vig-
fúsar Benediktssonar, sem seinast var prestur að Kálfa-
fellsstað. Ilún var talin forspá, eins og hún átti ætt til.
Þá er Eiríkur var tíu ára, voru þau Kristín einu sinni
stödd úti á túni í sláttarbyrjun. Hún þagði litla stund, en
sagði svo, að sig hefði dreymt, að hann ætti að sigla og
búa í útlöndum Þetta rættist, eins og kunnugt er.
Þá er Eiríkur sigldi til háskólans, sagði Kristín við hann