Morgunn - 01.12.1943, Síða 33
M 0 R G U N N
127
g’uðfræöi kirkjunnar var svo fjötruð í kennisetningum,
sem voru þegar dauðadæmdar, að hún gat ekki haft for-
ystuna um ný aldahvörf, og þessvegna sneru þeir sér
beint að staðreyndunum sjálfum og hófu rannsóknir á
þeim fyrirbrigðum, sem hægt var að prófa í eldi vits-
muna og þekkingar.
Þegar vér spíritistar minnumst fyrstu ára sálarrann-
sóknanna, kemur oss það óhjákvæmilega í hug, hve mikiö
af hugrekki og karlmannlegri sannleiksást þeir sýndu
frumherjarnir, sem fyrstir brutu ísinn og lögðu til þeirr-
ar baráttu, sem óhjákvæmilega hlaut að verða örðug og
þung. Þegar þeir risu upp og kunngerðu heiminum
ótrauðir það, sem þeir voru búnir að prófa, að var sann-
leikur, var þeim það ljóst, að þeir voru að bera fram mál,
sem blátt áfram kollvarpaði grundvallarkenningum vís-
indanna á þeim tíma. Þeir voru sjálfir aldir upp við hug-
myndir nítjándu aldar vísindanna, höfðu drukkið þær í
sig í æðstu mennta- og menningarsetrum sinna tíma,
þeir vissu, að þær staðreyndir, sem hinar nýju rann-
sóknir voru að leiða í Ijós, gátu ekki samrímzt þeirri
heimsskoðun, sem vísindi þeirra höfðu innrætt þeim, en
staðreyndirnar, sem þeir höfðu kynnzt, voru svo máttug-
ar, að undan þeim var ekki unnt að komast, þeir urðu að
leggja til baráttunnar.
Þeir menn, sem gerðust forystumennirnir, voru þegar
áður búnir að vinna sér frægð á öðrum sviðum hinna
jarðnesku vísinda, og nú gengu þeir fram fyrir opna
skjöldu, og lögðu vísindaheiður sinn og frægð að veði
fyrir því máli, sem hlaut að verða fyrir tortryggni, fyr-
irlitningu og andstöðu. Þær viðtökur biðu fyrstu sálar-
rannsóknamannanna og spíritistanna í ríkum mæli. —
Kirkjurnar útskúfuðu þeim, stéttabræður þeirra innan
vísindanna sýndu þeim fulla tortryggni og lítilsvirð-
ing, blöðin hrúguðu yfir þá háðsyrðum og getgátum um
vísvitandi svik eða þá fábjánaskap og eftir hljóðpípu
blaðanna dansaði almenningsálitið, svo að margsinnis