Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 48
4 matur Það sem gerir deigið svo skemmtilegt er að í með-förum er það nánast eins og leir. Þannig að ef fólk er svolítið lunkið við að leira geta ótrúleg- ustu listaverk fæðst,“ útskýrir Hilmir Hjálmarsson, bakari í Sveinsbakaríi og hugmyndasmiður að Köku ársins 2010. Hann segir kransakökudeig einkar vel til þess fallið að gera úr því fallegar jólagjafir, af einmitt þessari og fleiri ástæðum. „Svo getur öll fjölskyldan sameinast í bakstrinum og þá er hægt að skipta niður verkum, einn getur gert undirstöðuna, annar toppinn og þar fram eftir götunum.“ Hann bætir við að kransa- kökurnar endist líka í nokkra daga sem er kostur. „Það má lengja líftíma þeirra um fjóra til fimm daga með því að setja þær í plastpoka og svo njóta þess að narta smám saman í þær.“ Hilmir var svo vinsam- legur að reiða fram á mettíma nokkur listaverk sem lesendur geta notið að dunda sér við. - rve Litrík listaverk Úr kransakökudeigi er hægt að hnoða saman ýmis listaverk til að gefa og gleðja um jólin. Hilmir Hjálmarsson bakari lumar á nokkrum skemmtilegum hugmyndum. NIÐURSUÐUKRUKKA fyrir sultur, litlar kókoskúlur og heimasúrsaðar gúrkur í jólagjafirnar. Ilva, Korpu- torgi. Verð: 290 krónur. GJAFABRÉF- POKAR í ýmsum skemmtileg- um litum og mynstrum. Til- valdir til að stinga jólaköku ofan í. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 395 krónur. PIPARKÖKUMÓT í jóla- legum eldrauðum lit og eru örugglega ekki síðri sem jólaskraut á tréð. Habitat, Holtagörðum. Verð: 1.990 krónur.Í E L D H Ú S K R Ó K N U M KRANSAKÖKUDEIG 1 kg kransamassi 500 g sykur 100-110 g eggjahvítur Hrærið kransamassa og sykri saman. Hellið eggjahvítum varlega út í í þremur til fjór- um skömmtum svo massinn skilji sig ekki. Byrjið síðan að föndra úr deiginu. Athugið að baka þarf kransa- kökudeig við 200 til 220 gráða hita. Þykkt og stærð bita ræður hversu langan tíma tekur að baka, að meðtaltali tekur það tíu til tólf mínútur. Gott er að miða við að litur sé orðinn ljósbrúnn (gylltur). JÓLATRÉ Glassúr 1 eggjahvíta Smávegis af grænum mat- arlit Flórsykur, sigtaður út í þar til glassúr er hæfilega þykk- ur. Hann á að leka af sleif- inni svo hann slitni frekn- ar en í heilli þunnfljótandi bunu. Búið til þykkan og góðan bita (kross) til að standa undir trénu. Bakið hann lengur en venjulegan kransabita svo hann þoli þyngdina og kremj- ist ekki. Byrjið að rúlla upp stærsta hringinn, svo aðeins minni og þannig koll af kolli. Því fleiri sem hring- irnir eru því stærra tré (og þyngra). Sprautið glassúr á tréð og notið brætt súkkulaði til að festa sælgætið á það. SLEÐI Bakið á tvö skíði með sveigðum endum. Fletjið út kransakökudeig og skerið út langan ferhyrning, mælið og skerið svo hvern bita 1 cm breiðan og 4-5 cm. langan (lengdin á stykk- inu ákvarðar lengdina milli skíðanna). KONFEKTSKÁL Konfektskál (líka hægt að setja í hana kerti) er með þremur undirstöðum, með hringjum sem eru 4 cm í þver- mál. Búið til 12 til 14 hringi. Skiptið 6 til 7 þeirra í helm- inga og notið súkkulaði (sem harðnar) til að festa saman. Leggið síðan hálfu hring- ina niður og festið með því að leggja botnana saman og sprautið súkkulaði á milli. Þá er komin ein lengja. Sprautið súkkulaði ofan á undirstöður og leggið lengju í súkkulaðið. KERTASTJAKI Hnoðið misstóra hringi og raðið þannig að þeir myndi keilu og gætið þess að hafa opið á efstu tveim- ur hringjunum nægi- lega vítt svo kerti komist ofan í. JÓLATRÉ, SLEÐI OG KONFEKTSKÁL Kosti kransakökudeigs segir Hilmir vera marga. Hann getur þess að hægt sé að fá deigið í Sveinsbakaríi auk þess sem hægt er að skoða ýmsar kræsingar á sveinsbakari.is. Hilmir Hjálmarsson, bakari í Sveinsbakaríi, mælir með að fólk í jólagjafahugleiðingum spreyti sig á kransakökudeigi. Sá siður að bjóða upp á kransaköku í veislum barst hingað til lands frá Danmörku fyrir meira en öld. Kakan féll strax í kramið meðal annars vegna þess hversu einfalt er að búa hana til og upp frá því hefur verið boðið upp á kransakökur við ýmis hátíðleg tilefni á Íslandi. Þannig hefur kransakakan skapað sér hefð í fermingar- og brúðkaupsveislum, hvort heldur sem um er að ræða kaffi- eða matarveislur. Því er þó ekkert til fyrirstöðu að bjóða upp á kransaköku um jólin eða búa til úr deiginu alls kyns falleg listaverk eins og sést af útfærslum Hilmis Hjálmarssonar hér að ofan. SÓMIR SÉR VEL Á VEISLUBORÐINU FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.