Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 72

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 72
8 matur margt smátt Ég byrjaði að baka þessa köku eftir að amma dó til að færa afa fyrir jólin,“ segir Thelma Hjaltadóttir, blaðamað- ur á Bæjarins besta á Ísafirði, um ávaxtakökuna sem hún bakar nokkur stykki af fyrir hver jól og færir þeim sem „eiga allt og hafa ekkert að gera með einn kerta- stjakann eða jóladúkinn í viðbót,“ eins og hún segir. „Það hljómar náttúrulega eins og klisja að gefa ávaxtaköku á jólunum, þótt það sé kannski ekki svo algengt hér á landi, en um jólin eru klisjur ein- mitt svo hlýlegar og eiga vel við,“ segir Thelma. En er ekki óttalegt maus að baka svona köku? „Þetta er ekki eins mikið mál og fólk ímyndar sér að það sé að baka ávaxtakök- ur, þarf að vísu að setja ávextina í bleyti kvöldið áður, en baksturinn sjálfur er lítið mál,“ segir Thelma. „Það er best að baka hana með góðum fyrirvara og bleyta svo aðeins upp í henni með koníaki eða rommi nokkrum sinnum áður en maður pakkar henni inn. Ég nota alltaf romm, en það fer auð- vitað bara eftir smekk hvers og eins. Og persónulega finnst mér hún ekki síðri borin fram með þeyttum rjóma.“ Er bakstur snar þáttur í jóla- undirbúningnum hjá Thelmu? „Já, ég geri alltaf nokkrar sortir af smákökum og svo eru Sörurnar ómissandi,“ segir hún. „En það er ilmurinn af ávaxtakökunni í ofn- inum sem kemur mér í rétta jólag- írinn og er ómissandi lykt í und- irbúningi jólanna á mínu heimili rétt eins og ilmurinn af greninu og mandarínunum,“ segir Thelma og brosir út að eyrum. - fsb „Ilmurinn af ávaxtakökunni í ofninum kemur mér í rétta jólagírinn,“ segir Thelma, sem bakar nokkrar slíkar fyrir hver jól og gefur þeim sem eiga allt til alls. 250 g púðursykur 250 g smjör 4 stk. egg 280 g hveiti 1 tsk. vanillusykur 100 g suðusúkkulaði 100 g hnetur 200 g þurrkaðar döðlur 50 g þurrkaðir app- elsínubitar eða aðrir þurrkaðir ávextir Látið ávextina liggja í bleyti í appelsínusafa yfir nótt. Takið þá upp úr og þurrkið vel áður en þeir eru brytjað- ir. Vinnið vel saman púðursykur og smjör, setjið egg saman við eitt í einu og skafið vel niður á milli, bland- ið svo hveiti og lyfti- dufti saman við. Saxið niður allt sem fer svo saman við, veltið upp úr hveiti og blandið vel og vinnið rólega saman. Setjið deigið í vel smurt form, smyrj- ið formið með olíu eða smjöri. Setjið hveiti í formið og veltið því vel um. Hellið úr. Bakið við 160-170° í 80-90 mínútur í 21 sm formi. Ef kakan verð- ur of dökk er gott að setja álpappír yfir í lokin. Kakan er góð svona, en gott er að bleyta vel í henni með koníaki eða rommi nokkrum sinnum. ÁVAXTAKAKA FYRIR AFA Klisjur einmitt svo hlýlegar Heimabökuð ávaxtakaka er tilvalin í jólapakkann til þeirra sem eiga allt. SVUNTUR eru hið mesta þarfaþing næstu vikur enda ekki ólíklegt að húsfreyjur og -feður verði í sparifötun- um á síðustu stundu að leggja lokahönd á matseldina í ýmis konar jólaveislum og matarboðum. Og þá er nú verra að fá slettu af waldorf-salati yfir sparikjól- inn eða bindið. Fallegar svuntur fást víðsvegar um bæinn. Nokkrar sérstaklega fallegar og lit- ríkar má til að mynda finna í Habitat. HEIMAGERÐAR UPPSKRIFTA- BÓK með saman- safni af „leynileg- um“ uppskriftum heimilisins getur verið sniðug jóla- gjöf sem auðvelt og frekar ódýrt er að koma í verk en gleður. Öllum uppskriftum sem glatt hafa nánustu ættingja og vini heimilisfólks er hægt að safna saman í lítið hefti og ljósrita í jólagjaf- ir. Bæði persónuleg gjöf og mikils metin. AÐVENTUKRANSAR eru sérstak- lega fallegir þegar ávextir, hnetur og annað matarkyns er notað. Þá getur komið mjög skemmtilega út að þurrka appelsínusneiðar í ofni og nota sem skraut, jafnt á jólatréð sem í kransa. Þegar kemur að því að pakka inn gjöf- unum má svo skreyta pakkann með einni sneið til eða svo. Kokkurinn Gordon Ramsey er okkur að góðu kunnur af skjánum. Í sjón- varpsþáttunum Hells Kitchen og Kitchen Nightmares kemur kokkurinn Gordon Ramsay okkur fyrir sjónir sem kjaftfor og kræfur karl með bein í nefinu. Hann veit sitthvað um matargerð og í bók hans Eldað um víða veröld hefur hann safnað saman uppáhaldsuppskriftum sínum héðan og þaðan úr heiminum. Í bókinni er auk uppskrifta að finna fróðleik um matarmenningu mismunandi landa og einnig kennir Ramsay les- endum vinnubrögð í eldhús- inu og fer yfir tæknileg at- riði. Bókina þýddi Hjalti Nönnuson en Bókaútgáfan Opna gefur bókina út. ELDAÐ UM VÍÐA VERÖLD Listakokkurinn kjaftfori kennir handtökin í eldhúsinu í nýrri bók. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FÁÐU FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Í HEIMSÓKN m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.