Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 74

Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 74
10 matur ÍSLENSKT SMÁKÖKU- DEIG fæst nú í IKEA en Karl Viggó Vigfússon, fram- kvæmdastjóri íslenska kokka- landsliðsins var IKEA innan handar við þróun deigsins. Deigið er án allra aukaefna og kemur í rúllum sem þarf bara að skera niður og setja inn í ofn. Uppskriftirnar eru „ein- faldar ömmuuppskriftir sem margir kannast við“ að sögn Karls Viggós. Annað deigið er með kókos og rúsínum en hitt með súkkulaðibitum og hnetum og tvær rúllur kosta 395 krónur. PIPARKÖKUHÚS fyrir önnum kafna fást um þessar mundir í versluninni Kosti við Dalveg í Kópavogi. Húsið kemur samsett þannig að ekki þarf að líma það saman og allt sem til þarf fylg- ir með í kaupunum; tvenns konar litur af glassúrkremi, tilbúinn, pip- arkökukarlar til að skreyta með, sælgæti og fleira sem þarf til að útbúa hið full- komna piparkökuhús. Ég er búinn að brugga vín úr jurtum og berjum í ára-tugi,“ segir Hannes Lárus- son myndlistarmaður og kveðst oft gefa slíkar guðaveigar í jóla- gjöf. Hannes bruggar langmest úr bláberjum og krækiberjum en líka úr rifsberjum og sólberjum eftir atvikum. „Bláberja- og kræki- berjavín eru bestu og skemmtileg- ustu vínin. Fólk kann vel að meta þau og finnst hátíðlegt að fá þau á jólunum,“ lýsir hann. Þetta árið kveðst Hannes gefa bláberjavín sem hann lagði í í fyrra, krækiberjavínið sé búið. Auk þess bruggar hann mjöð úr mjaðjurt og fíflablómum. „Menn þurfa að venjast miðinum og það er útvalinn hópur sem fær hann. Mjöðurinn er svona 7,5 prósent en vínið heldur sterkara, eða um 10 prósent. Ef það verður áfengara kemur það niður á bragðgæðum.“ Það tekur bláberjavín og krækiberjavín níu til tólf mán- uði að verða góð, að sögn Hann- esar. Svo geymast þau í hálft til eitt ár. „Berjavín verða flöt við langa geymslu,“ segir hann. „Vín sem ekki eru úr þrúgum hafa litla þroskamöguleika. Sólberja- vín er þó hægt að geyma dálítið, það er gróft fyrst en batnar með aldrinum.“ Hannes hefur leiðbeint ýmsum í víngerð og uppskrift að berjavíni eftir hann er í bók- inni Ætigarðurinn eftir Hildi Hákonardóttur. Hann segir of stutt til jóla til að fólk geti bruggað gott berjavín í jólapakkana í ár, því best sé að byrja með berin fersk, merja þau og láta hýðið og hratið liggja með sykri, vatni og geri í tíu daga. „Þá dregur alkó- hólið bragð úr berjunum,“ útskýr- ir hann. Hann telur þó líklegt að hægt sé að brugga úr saft en býst við að útkoman verði bragð- minni og flatari en úr berjunum. „Ég nota yfirleitt hunang í vín og miða við fimm kíló í 25 lítra af berj- um. En ef notuð er saft í grunninn og vínið á að vera tilbúið fyrir jól væri trúlega hæfilegt að nota tvö kíló af sykri eða hunangi í 25 lítra af saft og vatni sem blandað er til helminga.“ Möguleiki er á að vín úr saft verði orðið drykkjarhæft um jólin, að sögn Hannesar. Að minnsta kosti væri hægt að gefa það í jóla- gjöf og miða við neyslu á þorran- um. „Styrkleikinn verður kannski ekki mikið meiri en fimm prósent,“ segir hann kíminn og bætir við. „En það er nú betra en ekkert.“ - gun Gefur hátíðlegt heimagert vín Hannes Lárusson myndlistarmaður stingur oft heimalöguðu berjavíni í jólapakka til vina og útvalinn hópur fær mjöð úr íslenskum blómum. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta stendur einhvers staðar og með það í huga pakkar Hannes inn höfugu bláberjavíni handa vinum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON margt smátt SÍTRÓNUSMJÖR er meðal þeirra girnilegu matvara sem hægt er að panta í svokölluðu Sælkerahorni á jólaheimasíðu Júlla sem er fyrir margt löngu orðin nafntoguð. Vefsíðan er uppfærð árið um kring, með alls kyns fróðleik varðandi jólahaldi, matar- gerð og bakstur en æsast þó leikar í desember þegar farið er að telja niður. Auk sítrónusmjörsins selur Júlli, eða Júlíus Júlíusson, rauðlaukssult- ur, sítrónusmjör, eplasíróp, appels- ínu- og eplamarmelaði með kókos, kókoskarrýsalt og fleira. Slóðin er: http://www.julli.is/krukkur.htm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.