Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 16
16 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Þórunn Sveinbjarnardóttir vill breytingar innan þings sem utan. Björn Þór Sigbjörns son settist niður með henni og spurði hana út í nokkur mál. Byrjum á orðum þínum í þinginu í vikunni í tilefni af Árbótarmálinu sem verið hefur til umfjöllunar. Þú sagðir að til að bæta vinnubrögð Alþingis þyrfti að hætta úthlutunum á safnliðum og kjördæmapoti við fjárlagavinnuna. Slík vinnubrögð eru sem sagt enn viðhöfð í þinginu? „Já, því miður þá örlar á því og það er aðallega vegna þess að undirbún- ingur og framsetning fjárlaga hefur lítið breyst í gegnum árin. Í þessu og stjórnkerfinu öllu erum við enn þá föst í gömlum vinnubrögðum. Um safnliðina er það að segja að þingmenn leggja mat á umsóknir sem berast þinginu. Þetta eru oft góð málefni, góðgerðarmál, menn- ingarstarfsemi og annað slíkt en það segir sig sjálft að þetta býður upp á handahófskennt mat á því hvert peningarnir eiga að fara. Það er freistandi að leggjast á sveif með verkefnum í eigin kjördæmi. Kjördæmapotið sem sumum þing- mönnum finnst eðlilegt en öðrum óeðlilegt lifir enn góðu lífi í þing- inu og í öllum flokkum. Það er eng- inn verri en annar í því. En það sem gerist er að menn sjást ekki alltaf fyrir. Þingmenn verða að meta mál burtséð frá kjördæmaskipan, við eigum að starfa fyrir alla þjóðina og allt landið.“ Þrýstingur í Árbótarmálinu „Árbótarmálið er dæmi þar sem augljóst er að tilteknir þingmenn hafa lagst á sveif og beitt þrýstingi til að fá niðurstöðu. Ég hef ekki öll gögn um það mál og því ekki for- sendur til að meta hvað er réttlát og skynsöm niðurstaða en þetta býður upp á efasemdir og að aðrir spyrji hvers vegna þeir hafi ekki fengið sömu kjör.“ Verður þessu útrýmt með við- horfsbreytingu eða tæknilegum aðgerðum? „Hvoru tveggja. Stjórnarflokk- arnir hafa heitið því að fjárlaga- gerðin fyrir 2012 verði unnin með öðrum hætti en verið hefur. Það eru eðlilegar skýringar á því hvers vegna við höfum ekki haft tíma til að gera þá kerfisbreytingu en nú verður ekki lengur beðið. Það þarf að endurskoða fjárlagaramma ráðu- neytanna því þeir endurspegla ekki rétta skiptingu verkefna, mikilvægi þeirra og forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum. Svo eru það vinnubrögðin. Það er rætt um að Alþingi standi sig ekki þessa dagana en ég finn mik- inn vilja meðal þingmanna úr öllum flokkum til að breyta vinnubrögð- unum. Fyrir liggja tillögur að bylt- ingarkenndum breytingum sem ég vona að verði samþykktar.“ Í hverju felast þær? „Til dæmis í breyttri nefndaskip- an sem mun leiða til grundvallar- breytinga í þingstörfunum. Að auki liggja fyrir tillögur um umræðu- lengd, að ráðherrar sitji ekki á þingi og fleiri sem skipta miklu máli og eru hluti af tímabærri endurskoðun á starfsháttum Alþingis.“ Þá var meirihlutaofbeldi Þú hefur verið í öllum stöðum; í stjórnarandstöðu, ráðherra og þingmaður stjórnarf lokks. Er staða þingsins gagnvart ríkisstjórn- inni mjög veik eins og sumir halda fram? „Nei, hún er það ekki. Stund- um er talað eins og allt hafi verið í lukkunnar velstandi hér áður fyrr. Ég sat lengi í stjórnarandstöðu þegar Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur voru í meirihluta og stjórnarandstaðan hafði lítil sem engin völd þá. Það var vont fyrir- komulag og ólýðræðislegt. Kannski voru eitt eða tvö mál samþykkt frá stjórnarandstöðuþingmönnum og valið á þeim fór ekki eftir efni máls heldur hvernig tilteknum ráðherr- um líkaði við tiltekna einstaklinga í stjórnarandstöðu. Þá var miklu meirihlutaofbeldi beitt en þannig er það ekki nú.“ Ég hugsa að einhverjir stjórnar- andstöðuþingmenn núna geti auðveldlega talað um meirihluta- ofbeldi. „Já, örugglega en þetta snýst um hvort hlustað sé á stjórnarandstöð- una og tekið tillit til tillagna hennar í þingnefndum. Í þeim nefndum sem ég starfa í er það gert, þar er góð samvinna. Á endanum er það svo þannig að ef menn deila þá ræður meirihlutinn niðurstöðunni. En ég fullyrði að það er miklu meira jafn- ræði á milli mála og umfjöllunar og eðlilegra flæði á milli stjórnar og stjórnarandstöðu en verið hefur.“ Við þjóðinni blasir mikið sund- urlyndi í þinginu og margir eru gapandi yfir því. Fólk hélt að þið mynduð snúa bökum saman við að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl. Af hverju hefur það ekki gerst? „Ætli sé ekki nær að spyrja for- menn stjórnarandstöðuflokkanna að því. Ef menn vilja vinna saman þá gera þeir það. Forsætisráðherra hefur í haust boðið upp á samráð um allt sem er efst á baugi, til dæmis um skuldamálin. Lögð hefur verið mikil vinna í þau og skýrsla sérfræðinganna sýnir hvað hægt er að gera og hvað ekki. Þeir sem ekki hafa horfst í augu við að almenn skuldaniðurfelling er óhagkvæm, óréttlát og óskynsamleg þurfa að gera það. Hún bjargar ekki þeim sem verst eru staddir og fer illa með fjármuni almennings.” Hagsmunir ráða för „Í þessari vinnu náðist gott sam- tal, til dæmis á milli stjórnvalda og bankanna og stjórnarandstaðan hefur verið með í því og haft sama aðgang og aðrir. Formenn stjórn- arandstöðuflokkanna hafa setið við sama borð og ríkisstjórnin í þessu máli og það sama á við um Icesave. Ef menn vilja vinna saman þá eru allar aðstæður til þess. Það kann hins vegar að vera pólitískt mat manna að það sé ekki heppi- legt að starfa með ríkisstjórninni vegna stöðu flokka eða annars. Þetta er eins og með annað í lífinu ef við ætlum að breyta einhverju þá byrjum við á sjálfum okkur.“ Hvernig meturðu stöðu ríkis- stjórnarinnar, sem býr við harða stjórnarandstöðu úr eigin röðum? „Það er rétt. Ríkisstjórnin býr við það að hópur stjórnarliða er á stundum gagnrýnni á hana heldur en stjórnarandstæðingar og það er viðvarandi ástand. Ég skal viðurkenna, sem for- maður þingflokks Samfylkingar- innar, að það er ekki létt verk að vera í samstarfi þegar maður veit ekki alltaf að morgni dags hvort meirihlutastuðningur er við þau verkefni sem eru á borðinu. Það er hins vegar frekar fyrirsjáanlegt hvernig þetta liggur og þrátt fyrir allt var flokksráðsfundur Vinstri grænna um síðustu helgi sammála um að styðja ríkisstjórnina og að hún skuli halda áfram sínum störf- um. Ég met það því svo að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé heil í þessu stjórnarsamstarfi þó ég geri mér mjög vel grein fyrir því að þar eru innanbúðardeilur og valdabar- átta sem dregur úr krafti VG sem stjórnarflokks.“ Eruð þið í Samfylkingunni alltaf sem einn maður? „Já, okkur tekst það oftast nær. Þetta er góður og samstæður hópur þingmanna. Það er samt ekki þannig að við séum sammála um allt milli himins og jarðar en við afgreiðum deilumálin inni í þing- flokknum og styðjum ríkisstjórn- ina heils hugar. Við erum hrygg- súlan í stjórnarsamstarfinu. Það er ábyrgðarhluti og það reynir oft á. Það hefur til dæmis reynt á okkur í haust vegna niðurskurðarins í heil- brigðiskerfinu og það er ekki nema eðlilegt.“ Hvar er velferðin? Þar er harkalega skorið niður og stjórnvöld hafa verið ansi sein að greiða úr skuldavanda heimil- anna. Af þeim tilefnum tveimur, og þó ekki væri vegna annarra, spyrja margir hvar velferðin sé sem ríkisstjórnin kennir sig við. Hvar er hún? „Hún sést í mörgu en fyrst og fremst þeim breytingum sem gerð- ar hafa verið á skattkerfinu. Þær hafa leitt til meiri jöfnuðar en hér hefur verið árum saman. Allar breytingar á skattkerfinu hafa miðað að því að tryggja kjör þeirra lægst launuðu og þar hefur verið miðað við að halda óskertum kjör- um þeirra sem hafa minna en 400 þúsund krónur á mánuði eða þar um bil. Það hefur tekist og það er mikill árangur í einhverri dýpstu kreppu sem þessi þjóð hefur gengið í gegnum. Hins vegar göngum við þess ekki dulin að þessu verkefni er ólokið og við þurfum að búa til nýtt skatt- kerfi sem tryggir enn betri jöfnuð. Þegar við gerum það endurskoð- um við líka bótakerfið því bætur og skattar eru tvær hliðar á sama pen- ingi. Það má ekki gleymast að við erum að vinna í kröppu umhverfi. Hrunið kallaði yfir þjóðina gríð- arlega lífskjaraskerðingu. Það að fimmtán prósent af tekjum ríkis- ins fari í að borga vexti segir allt sem segja þarf um þá skerðingu. Við höfum ekki úr miklu að spila og þá skiptir enn meira máli en áður að við nýtum tækifærið og tryggj- um jöfnuð í samfélaginu. Það gerir engin önnur ríkisstjórn en þessi sem nú situr.“ Víkjum að atvinnumálunum sem eru eitt af stóru málunum í sam- félaginu. Við höfum ekki séð jafn mikið atvinnuleysi og nú og á sama tíma er ríkisstjórnin sökuð um að standa í veginum fyrir atvinnu- uppbyggingu. Frá henni gætir líka andúðar í garð erlendrar fjárfest- ingar. Af hverju eruð þið á núll- punkti í þessum málum? „Nokkur atriði skipta mestu máli fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Í fyrsta lagi að vinna traust lán- ardrottna en til þess að svo verði þurfum við að ná stöðugleika í efnahagslífinu. Það er að takast. Við þurfum að klára Icesave, annað er ekki boði. Við þurfum líka not- hæfan gjaldmiðil. Krónan er föst í gjaldeyrishöftum sem stuðlar því miður ekki að trausti. Skammtíma- verkefnið er að styrkja hana en til lengri tíma þurfum við að koma okkur upp nothæfum gjaldmiðli. Vill erlenda fjárfestingu Einnig teljum við í Samfylking- unni mjög mikilvægt að opna fyrir erlenda fjárfestingu. Við getum ekki byggt upp nýtt, þróttmikið og fjölbreytt atvinnulíf nema með erlendum fjárfestingum. Og þegar ég segi það þá á ég við fjárfestingar í alls konar fyrirtækjum, ekki bara í stórfyrirtækjunum sem oftast er talað um. Ég veit til þess að erlendir fjár- festar bíða eftir að við leysum Icesave. Þeir vilja fjárfesta í og vinna með íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun og hugverkaiðnaði, til dæmis. Þar eru miklir vaxtarmögu- leikar. Frumvinnslan og gömlu undirstöðuatvinnugreinarnar eins og sjávarútvegurinn eru góðar og gildar og færa okkur miklar tekjur en við verðum að byggja atvinnu og velferð á fleiru.“ Þú nefnir erlenda fjárfestingu. VG vill rifta kaupum Magma á HS orku. Hver er þín afstaða til þess máls? „Ég er ósammála því. Ég skil vel ótta við erlenda fjárfestingu ef fólk heldur að einkaaðilar séu að eign- ast auðlindirnar. En það skiptir engu máli hvort einkaaðilarnir eru erlendir eða íslenskir. Aðalmálið er að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindunum og það gerum við von- andi í stjórnaskránni og með við- eigandi lagasetningu. Hvernig eign- arhaldi á fyrirtækjum og rekstri þeirra, hvort heldur er í orkugeir- anum eða sjávarútvegi, er háttað er annað mál. Auðlindirnar eru eitt og fyrirtækin annað og erlendir aðilar hljóta að geta fjárfest í fyrirtækj- unum rétt eins og við Íslendingar fjárfestum í fyrirtækjum í öðrum löndum og finnst ekkert óeðlilegt við það.“ Þú hefur lýst yfir að þú teljir betur fara á að ríkisstjórn Íslands sé fjölskipað stjórnvald. Trúirðu að það muni verða? „Já, ég þreytist ekki á að segja að ríkisstjórnin eigi að vera fjöl- skipað stjórnvald sem þýðir ein- faldlega að þar eru teknar sameig- inlegar ákvarðanir og allir hafa sömu upplýsingar undir höndum. Þannig tryggjum við betra og upp- lýstara stjórnvald og að skýrt sé hvar ábyrgð liggur. Það góða við samfélagsástand- ið sem við búum við er að við höfum tækifæri til að endurskoða allt; stjórnkerfið, lögin, pólitíkina og samfélagið allt ef út í það er farið.“ Ráðherrar og völd „Það eru ekki allir sammála um að fjölskipað stjórnvald sé rétt leið og margir vilja að ráðherra hafi end- anlegt vald yfir sínum málaflokki. Við höfum hins vegar dæmi sem sýna hvert það getur leitt okkur og hvers konar hörmungar geta leitt af því fyrir land og þjóð. Ég vona að við endurskoðun stjórnarskrárinn- ar verði fjallað um þetta.“ Að lokum, finnst þér ekki að þú ættir að vera ráðherra í þessari rík- isstjórn? „Ég er formaður í stærsta þing- flokki á Alþingi og það er mjög mikilvægt starf. Félagar mínir hafa falið mér mikla ábyrgð sem ég reyni að standa undir enda skipt- ir miklu máli fyrir Samfylkinguna að við stöndum okkur á Alþingi og í stjórnarsamstarfinu. Mér var sagt um daginn frá grein í bresku blaði þar var lítil saga sem ég ætla að endurtaka hér og hún er svona: Konur sem eru ráðherr- ar eru alla daga að velta því fyrir sér hvort þær séu ekki örugglega að standa sig og hvort þær séu ekki að fara vel með valdið sem þeim hefur verið falið, af því að konur fá vald að láni. Karlar sem sitja í rík- isstjórn eru alla daga að velta því fyrir sér hvers vegna þeir séu ekki formenn flokkanna sinna. Þetta er mitt svar við spurning- unni en ég tek við öllum verkefnum sem ég er beðin um að taka að mér og hef alltaf gert.“ Höfum tækifæri til að endurskoða allt REYND Þórunn hefur setið á þingi frá 1999. Hún var umhverfisráðherra 2007 til 2009. Áður en hún var kjörin á þing vann hún meðal annars fyrir Rauða krossinn á Íslandi, í Tansaníu og Aserbaídsjan og var blaðamaður á Morgunblaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég skal viðurkenna sem formaður þingflokks Samfylking- arinnar að það er ekki létt verk að vera í samstarfi þegar maður veit ekki alltaf að morgni dags hvort meirihluta- stuðningur er við þau verkefni sem eru á borðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.