Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 2

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 2
2 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR „Haraldur Flosi, verður ekkert síðasta síðasta partí?“ „Nei, hestaskál fyrir því.“ Jón Ólafsson, eigandi Icelandic Water Holdings, hélt veislu í móttökusal Hellisheiðarvirkjunar í september 2008 og sagði hana síðustu veisluna fyrir hrun. Í kjölfarið var ákveðið að taka fyrir einkaveislur í húsnæðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður OR. JARÐVÁ Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrka- tíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardótt- ur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keld- um á Rangár- völlum. „ Þ et t a er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalækn- um við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Sel- sundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekk- ert dularfullt eftir nokkra snjóa- lausa vetur og litla úrkomu yfir- leitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjalls- ins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarð- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúr- lega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smá- skjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötn- um. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuð- um sé frekar að rekja til úrkomu- leysis. olikr@frettabladid.is Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu Óvenjulítið vatn er í ám, lækjum og vatnsbólum í nágrenni Heklu. Slíkt hefur frá fyrri tíð þótt merki um að eldsumbrot væru yfirvofandi. Búist hefur verið við gosi í Heklu um nokkurt skeið. Lítil úrkoma kann líka að skýra breytinguna. GENGIÐ Á FJALLIÐ Hekla hefur síðustu ár verið sögð að gosi komin. Myndin er tekin á toppi fjallsins fyrir um þremur árum, en snjóleysi þar taldist til tíðinda og til marks um hita að neðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DRÍFA HJARTARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Jón Ásgeir Jóhann- esson mætti í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í vikunni vegna rannsóknar embættisins á málefnum Glitnis. Hann mætti án Gests Jónssonar, lög- manns síns, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Jón vildi ekki tjá sig um málið við blaðið í gær. Reglulegar skýrslutökur hafa verið vegna málanna fimm sem til rannsóknar eru. Þannig stað- festa bæði Katrín Pétursdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, og Óskar Magnússon, fyrrverandi forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar, að hafa gefið vitnaskýrslur í vikunni. Þar hafi þau verið spurð um viðskipti með hluti í Tryggingamiðstöðinni. - sh Jón Ásgeir yfirheyrður: Lögmannslaus í skýrslutöku JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON DÓMSMÁL Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hf. á Siglufirði hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ákvörðun- ar Jóns Bjarna- sonar, sjáv- arútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, um að gefa ekki út heildarafla sem veiða má af úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010 til 2011. Málið var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og mun fá flýtimeðferð. Hafrannsóknastofnunin lagði til að heildarafli sem veiða mætti af úthafsrækju yrði sjö þúsund tonn á fiskveiðiárinu. Ráðherra ákvað hins vegar að rækjuveiðar yrðu gefnar frjálsar með reglugerð í júlí síðastliðnum en ákvörðunin var til eins árs. - mþl Ákvörðun ráðherra fyrir dóm: Ríkinu stefnt vegna rækju BANDARÍKIN, AP Breska stjórnin staðfesti í gær að bandarísk stjórnvöld hefðu skýrt frá því við hverju mætti búast í væntanleg- um leka á vefsíðunni Wikileaks. Bretar vildu þó ekki upplýsa blaðamenn um það hvert inntak lekans gæti orðið. Bandaríkjastjórn sagðist fyrr í vikunni ætla að upplýsa stjórn- völd vinveittra ríkja um lekann, sem talinn er fela í sér upplýsing- ar um orðsendingar bandarískra stjórnarerindreka til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar eru taldar geta komið sér illa fyrir samskipti Bandaríkjanna við sumar vina- þjóðanna. - gb Bandaríkin í vörn: Upplýsa með leynd um leka JÓN BJARNASON KOSNINGAR Fulltrúar verða kosn- ir á stjórnlagaþing um allt land í dag. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 en lýkur klukkan 22. Alls eru 522 einstaklingar í fram- boði en stjórnlagaþingið verð- ur skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þeir verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosn- inguna. Stjórnlagaþingið mun koma saman í febrúar á næsta ári til að endurskoða stjórnarskrá lýð- veldisins Íslands og mun þing- ið standa í tvo til fjóra mánuði. Því er ætlað að undirbúa frum- varp að breytingum á stjórnar- skrá en niðurstöður Þjóðfundar 2010 verða hafðar til hliðsjónar við þá vinnu. Stjórnlagaþingið og kosning- arnar til þess eru án fordæma í íslenskri sögu. Talning atkvæða úr kosningn- um hefst klukkan níu á sunnu- dagsmorgun og er niðurstaðna að vænta á mánudag. - mþl Niðurstaðna er að vænta úr stjórnlagaþingkosningunum á mánudag: Kosið til stjórnlagaþings í dag LAUGARDALSHÖLL Í GÆR Kosningu utan kjörfundar lauk á hádegi í gær en alls greiddu 10.109 atkvæði utan kjörfundar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Fallið hefur verið frá hluta þess niðurskurðar sem áformaður var á heilbrigðisstofn- anir í fjárlagafrumvarpinu. Ríkis- stjórnin samþykkti í gær að skera niður um 1,3 milljarða króna en ekki þrjá milljarða eins og upp- haflega stóð til. Guðbjartur Hannesson heil- brigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu RÚV að þarna væri um verulega leiðréttingu að ræða, en ekki væri um það að ræða að lands- byggðarpólitík hafi haft betur gegn faglega unnum tillögum. Hann sagði að lagt hafi verið upp með ákveðnar hugmynd- ir, en sér hafi þótt of bratt farið og hratt í niðurskurðinn. Sú afstaða hans hafi legið fyrir áður en mótmælaalda reis gegn niðurskurðaráformunum. Í samtali við fréttavefinn mbl. is sagði Guðbjartur að niður- skurður til einstakra stofnana verði í engum tilvikum meiri en tólf prósent. Áður hafði verið gert ráð fyrir því að niðurskurðurinn yrði að hámarki 40 prósent í einu tilviki. Ekki náðist í Guðbjart vegna málsins í gær. - bj Heilbrigðisráðherra segir að skorið verði niður um 1,3 milljarða en ekki þrjá: Of bratt farið í niðurskurði SKORIÐ Niðurskurðurinn verður ekki meiri en tólf prósent hjá hverri stofnun, segir Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglan hand- samaði í gær stúlku sem hafði stolið úlpum í fatahengi Valhúsa- skóla. Það voru skólabörn í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi sem hlupu stúlkuna uppi og síðan var lög- regla kölluð til. Stúlkan var þá að fara í skólann í annað sinn í vikunni til þess að stela úlpum. Á mánudag sást í öryggismyndavél skólans hvar stúlkan tók fimm úlpur úr fatahenginu. Þegar hún kom aftur í skólann í gær þekktu nemendur hana aftur. Lögreglan telur að stúlkan hafi stolið úlpunum til að fjármagna fíkniefnakaup. Úlpunum hefur verið skilað til réttra eigenda og telst málið upplýst, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. - jss Skólaþjófur hlaupinn uppi: Stal úlpum fyrir fíkniefnum SUÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreu- her skaut í gær nokkrum sprengjum úr þungavopnum í grennd við Yeongpyeong-eyju, sem Norður-Kóreumenn gerðu árás á fyrr í vikunni. Mikil spenna er milli Kóreu- ríkjanna og hafa Norður-Kór- eumenn sagt að stríð kunni að brjótast út ef herafli Suður- Kóreu og Bandaríkjanna heldur til streitu áformum sínum um heræfingar á Gulahafi, sem eiga að hefjast á morgun. - gb S-Kórea stefnir á heræfingar: Norður-Kórea hótar stríði SPURNING DAGSINS Ástrós Tryggjum ungu fólki áhrif við gerð nýrrar stjórnarskrár. stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.