Fréttablaðið - 27.11.2010, Side 4

Fréttablaðið - 27.11.2010, Side 4
4 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, vill ekkert segja um hvort hann telji að nýr samning- ur í Icesave-deilunni eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en varar við því að gengið verði gegn vilja þjóðarinnar. „Það er grundvallaratriði í stjórn- skipaninni að ég gef ekkert upp um það, hvað þá áður en samninga- viðræðum er lokið,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtali við Bloomberg- fréttastofuna í gær, spurður hvort hann myndi vísa nýjum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur benti á að nýr samningur þyrfti að fara í gegnum Alþingi í formi lagafrumvarps, rétt eins og fyrri samningurinn. Ólafur neitaði að staðfesta þau lög og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 93,2 prósent höfnuðu samningnum. „Kjarninn varðandi þjóðar- atkvæðagreiðsluna er þessi; ef ætl- ast er til þess að Íslendingar borgi fyrir föllnu bankana eiga þeir að hafa eitthvað um lokaútkomuna að segja,“ sagði Ólafur. „Þess vegna tel ég að ekki sé ráð- legt að gera samning sem ekki er í samræmi við vilja íslensku þjóðar- innar,“ sagði hann enn fremur. - bj Forsetinn segir ekki hvort hann telji Icesave eiga að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: Ekki ráðlegt að ganga gegn þjóðinni SKULDIR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ef ætlast sé til þess að Íslendingar borgi fyrir föllnu bankana eigi þeir að hafa eitthvað að segja um útkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 26.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,8533 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,33 115,89 181,03 181,91 152,68 153,54 20,481 20,601 18,714 18,824 16,417 16,513 1,3763 1,3843 177,09 178,15 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is SAMFÉLAGSMÁL Stjórn trúfélagsins Krossins mun koma saman um helgina til að ræða ásakanir um kynferðisbrot sem fimm konur hafa borið á Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins. Þetta staðfestir Björn Ingi Stef- ánsson, stjórnarmaður og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Krossins. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um ásakanirnar á þessu stigi. Aðrir stjórnarmenn sem Frétta- blaðið ræddi við í gær vildu ekki ræða ásakanirnar eða viðbrögð stjórnarinnar við þeim. Gunnar á sjálfur sæti í stjórn Krossins. Þrjár nafngreindar konur hafa með bréfi til stjórnar Krossins lýst meintum brotum Gunnars. Það hafa tvær konur sem kjósa að koma ekki fram undir nafni einnig gert. Í bréfinu kemur fram að brot- in séu öll fyrnd fyrir lögum sökum þess hversu langt er liðið síðan þau voru framin. Tvær af konunum eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðna- dætur. Í yfirlýsingum þeirra, sem fylgdu bréfinu til stjórnar Kross- ins, lýsa þær meintum brotum Gunnars. Yfirlýsingarnar voru birtar á vefmiðlinum Pressunni í gær. Sigríður fullyrðir að Gunnar hafi þreifað á sér innan klæða þegar hún hafi verið fjórtán ára gömul, og ítrekað snert sig á óviðeigandi hátt eftir það. Sólveig segir Gunn- ar hafa káfað á sér þegar hún hafi verið fjórtán ára, og hann hafi haldið áfram að áreita sig fram á fullorðinsár. Í samtali við Vísi hafnar Gunnar ásökunum Sólveigar alfarið. „Frá 14 ára aldri var ég sem uppalandi hennar í vandræðum vegna lifnað- arhátta hennar og þar komu marg- ir drengir inn í myndina. Ég var miður mín yfir óreglu stúlkunn- ar og það þekkir móðir hennar og systur. Hún verður ófrísk 16 ára og á svo fimm börn þétt með mannin- um sínum. Auk þess á hún eitt barn með manni tvö. Orð hennar um 10 ára misnotkun frá 14 ára aldri halda því ekki frekar en nokkur annað sem frá þessum systrum kemur,” segir Gunnar. „Þegar hún var í sem mesta ruglinu yfir- gaf hún börnin sín og treysti mér fyrir dætr- um sínum. Sólveig fer með ósannindi og harma ég hefndar- þorsta hennar í minn garð,” segir Gunnar. Ingibjörg Guðnadóttir, fyrr- verandi eiginkona Gunnars, segir í yfir- lýsingu sem send var DV fyrir hennar hönd að ásakanirnar á hendur Gunnari séu viðbjóðsleg- ar og hún voni að fólk taki ekki mark á þeim. Hún lýsir því þar yfir að hún hafi aldrei séð neitt sem gæti gefið til kynna að Gunnar hafi áreitt ungar stúlkur kynferðislega. Þriðja konan sem ber Gunnar sökum er Brynja Dröfn Ísfjörð. Hún segir í yfirlýsingu sinni, sem einnig er birt á Pressunni, að Gunnar hafi svívirt sig á brúð- kaupsdaginn. Hún segir Gunn- ar hafa lyft brúðarslörinu og kysst sig á munninn á skrifstofu hans áður en giftingin hafi farið fram. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Gunn- ar hafnað ásökunum kvennanna með öllu. Hann segist ætla að leita allra úrræða til að hreinsa nafn sitt, enda séu ásakanirnar tilhæfu- lausar. brjann@frettabladid.is Stjórn Krossins mun funda um ásakanir Fyrrverandi eiginkona Gunnars í Krossinum segist ekki trúa ásökunum um kynferðisbrot. Tvær systur hennar eru í hópi kvenna sem bera Gunnar sökum. Stjórnarmenn vilja ekki tjá sig um ásakanirnar, sem Gunnar segir tilhæfulausar. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 2° -1° 1° 1° -3° 1° 1° 24° 3° 14° 7° 22° -9° 1° 12° -4°Á MORGUN Hægur vindur um mest- allt land. MÁNUDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. -2 1 3 -7 -4-6 -5 -3-6 -3 -1 0 -1 -4 -1 -1 -2-2 -9 5 6 4 4 4 6 6 5 15 12 5 7 0 0 FROST Á FRÓNI Það verður áfram- haldandi frost á landinu um helgina og víða bjart og stillt veður á morg- un. Á mánudag hlánar um landið vestanvert og þá má búast við snjó- komu þar í fyrstu en síðan slyddu á láglendi þegar líður á daginn. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FÓLK Dorrit Moussaieff forseta- frú mun tendra ljósin á jólatré Kringlunnar við hátíðlega áthöfn í dag klukkan 15. Á sama tíma hefst góðgerðasöfnun á jólapökk- um undir jólatréð. Jólapakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrks- nefnd og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir börn er árviss viðburður á aðventunni. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir Íslendinga hafa tekið söfnuninni afar vel og í fyrra hafi safnast yfir 5.000 jólagjafir. - sv Forsetafrúin mætir í Kringluna: Dorrit tendrar jólatréð í dag JÓLIN BOÐIN VELKOMIN Forsetafrúin kveikti áður á jólatré Kringlunnar árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Gæsluvarðhald Stein- gríms Þórs Ólafssonar var í gær framlengt í héraðsdómi til 10. desember. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síð- asta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum fyrr í mánuðinum. Steingrímur er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Um er að ræða svik á virðisauka- skatti upp á um 270 milljónir króna. Upphaflega voru sex handtekn- ri vegna málsins, síðan sá sjö- undi og loks Steingrímur. Sjö sem sættu gæskuvarðhaldi hafa verið látnir lausir. - jss Gæsluvarðhald framlengt: Fjársvikamaður áfram inni FYRIR DÓMARA Steingrímur Þór Ólafs- son var færður fyrir dómara í gær. VIÐSKIPTI Landsbankinn skilaði tæplega 3,5 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi 2010. Samanlagður hagnaður á árinu er því 12,9 milljarðar sem jafngildir því að arðsemi af eigin fé fyrstu 9 mánuði ársins sé 10,9 prósent. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður 14,3 milljörðum króna. Þriðji ársfjórðungur í starf- semi bankans markaðist af breytingum á innra starfi. Nýtt skipurit var samþykkt og stöður framkvæmdastjóra auglýstar til umsóknar. - mþl Uppgjör þriðja ársfjórðungs: Landsbankinn skilar hagnaði KÓPAVOGUR Ljós verða tendruð á vinabæjarjólatré Kópavogsbúa á Hálsatorgi klukkan fjögur í dag. Jólatréð er gjöf til Kópavogsbúa frá íbúum Norrköping í Svíþjóð og afhendir Anders Ljunggren, sendiherra Svíþjóðar, tréð. Samkór Kópavogs mun syngja jólalög af þessu tilefni við undir- leik Skólahljómsveitar Kópavogs. Jólasveinar mæta á svæðið auk þess sem sjálfboðaliðar á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands bjóða gestum upp á heitt kakó og piparkökur. - mþl Jólatré á Hálsatorgi: Jólaljós kveikt í Kópavogi í dag ATVINNUMÁL Skeljungur segir upp fólki Átta starfsmönnum á skrifstofu olíufélagsins Skeljungs og tveimur fastráðnum starfsmönnum í dreifingu var sagt upp störfum í gær. Meirihluti fólksins er með margra ára starfs- reynslu að baki. BORINN SÖKUM Fimm konur saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot. Hann hafnar ásökunum þeirra með öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.