Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 18

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 18
 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leik- skólans er leikskólastjór- inn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera fagleg- ur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leik- skólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nán- ast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í dag- legu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskóla- stjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleik- ur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, for- manns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina fagleg- an og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnun- um, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreyt- ingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flagg- skip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármála- rekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leik- skólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólan- um og hans hlutverk í sameinuðum skól- um mun gera það að verkum að hann fjar- lægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við sam- starfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá fagleg- an ávinning af sameiningu leik- skóla nema í sérstökum undan- tekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræð- unni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem spar- ast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræði- kostnaði í öðrum dálkum í bók- haldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borg- arinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leik- skólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurun- um, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er fagleg- ur og fjárhagslegur ávinningur. Óþarfir leikskólastjórar? Leikskólar Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri og formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Mikið óör- yggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf AF NETINU Muna eftir vökulögunum, Jón! Sá í kvöldfréttum gærdagsins að Jón Bjarnason fékk frekjukast í ræðustól þingsins vegna þess að einhver þingmaður leyfði sér að setja spurningar- merki við að sonur ráðherrans ætti að fara yfir skýrslu frá HAFRÓ. [...] Miðað við það sem hann taldi upp er sonurinn svo bissí að það er kannski óþarfa grimmd að vera að troða honum í aukavinnu á vegum ráðuneytis pabba síns. Muna eftir vökulögunum. Jamm. blog.eyjan.is/jenny Jenný Baldursdóttir Hagsmunasamtök sökkva í slúðrið Friðriki Ó. Friðrikssyni, formanni Hagsmunasamtaka heimilanna, virðist ofboðið að fjölmiðlar hafi fjallað um skuldastöðu Marinós G. Njálssonar. Friðrik sagði þetta slúður fréttir, en dró það til baka, enda var tíðrætt um vonda fjölmiðla. Hann sökkti sjálfum sér og samtökunum í djúpan slúður- pytt þegar hann sagði: „Nú er engin launung á að það eru pólitískir þræðir bæði í ritstjórnir fjölmiðla eins inn í launþegahreyfinguna. Ég held að Gylfi Arnbjörnsson fari ekkert leynt með það að hann er mikill Samfylkingarmað- ur. Ég held að það sé engin launung á því að það eru sterk pólitísk tengsl á milli ritstjórnar Fréttatímans og Samfylkingarinnar.“ Auðvitað hafði hann engin dæmi eða gat rökstutt slúðurfullyrðingu sína. Hann gekk nærri trúverðugleika samtakanna. sme.midjan.is Sigurjón M. Egilsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.