Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 28
28 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR F imm manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári. Sautján lét- ust í fyrra. Meðalfjöldi banaslysa á ári hérlend- is er um tuttugu. En er hægt að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni? Claes Ting- vall, yfirmaður umferðaröryggis- deildar hjá Trafikverket í Svíþjóð, telur að svo sé. Tingvall kom hing- að til lands í vikunni þar sem hann flutti erindi um Núllsýnina, þema Umferðarþingsins 2010. Dauðaslys eru óviðunandi Núllsýnin snýr að því að dauðaslys í umferðinni sé ekki hægt að sætta sig við og að allt skuli gert til þess að koma í veg fyrir þau. Nafnið Núllsýn (e. Vision Zero) er dregið af því markmiði að núllstilla við- unandi fórnarkostnað hvað varðar heilsu og líf vegfarenda, líkt og á vinnustöðum, í flugi og lestum, þar sem allt er að gert til að tryggja öryggi fólks. Núllsýnin er yfir- lýsing sem segir að hvert og eitt líf skipti ótvírætt máli og sé ekki metið til fjár. „Öll öryggiskerfi í samfélag- inu eru byggð út frá því að mann- eskjan sé ófullkomin og að hún geri reglulega mistök. Það er að segja öll kerfi nema vegirnir, sem byggja á þeirri sýn að manneskj- ur séu fullkomnar. Og verði öku- mönnum á í umferðinni, þá virðist það vera viðunandi sem óumflýj- anlegur hluti af samgöngunum,“ segir Tingvall. „Þessu þarf að breyta. Það þarf að byggja vega- kerfið þannig upp að það sé gert ráð fyrir því að ökumenn geri mis- tök og reynt að gera allt til þess að koma í veg fyrir að vegfarendur slasist eða láti lífið.“ Hraðinn kostar peninga Tingvall segir Íslendinga langt komna hvað varðar umferðarör- yggi og dánartíðni í umferðinni í ár sé það lægsta sem sést hefur í heim- inum. Hann segir þó að eitt dauðs- fall í umferðinni sé einu dauðsfalli of mikið. Aukinn hraði skapi minna öryggi í umferðinni og því fylgi ákveðið gjald. „Hraði kostar peninga. Ef Íslend- ingar vilja auka hraðann, þá er nauð- synlegt að eyða ákveðnu fjármagni í það. En á meðan litlir peningar eru til eða stjórnmálamenn ekki tilbúnir til að eyða þeim í öryggi á vegum, þá er ráð að spara með því að minnka hraðann,“ segir Tingvall. 50 til 60 kílómetra hámarkshraði á þjóðvegum landsins þar sem eru tvær akreinar myndi breyta miklu, að mati Tingvalls. Ákvarðanirnar snúi þó fyrst og fremst að fagmönn- um á sviðinu og stjórnmálamönnun- um, sem eru tengingin á milli fag- mannanna og samfélagsins. „Það eru alltaf til önnur úrræði heldur en mikil útgjöld. Ef hrað- inn er minnkaður þá kostar það lítið sem ekkert. En séu samgöngu- mannvirki bætt til þess að gera öku- mönnum kleift að auka hraðann, þá kostar það vissulega peninga,“ segir hann. „Það er nauðsynlegt að eyða peningum ef auka á hraðann á vegum í landinu. Þannig er það með alla hluti ef þeir eiga að teljast öruggir. Lækkun hámarkshraða yrði hagkvæmasta lausnin.“ En mun samfélagið taka því að lækka hraðann á vegum úr 90 niður í 60? Því svarar Tingvall með þeirri spurningu hvort hægt sé að una því fólk láti lífið vegna of mikils hraða. „Þetta snýst um það hvers konar fórnir samfélagið er tilbúið til að færa,“ segir hann. Félagsleg umferð „Allir hafa skoðun á umferðar- öryggi og það hefur sína kosti og galla,“ segir Tingvall. Hann segir mikilvægt að breyta þeirri grund- vallarsýn að ökumenn eigi að vera fullkomnir. Það sé vegna þess að þeir beri ekki bara ábyrgð á sjálf- um sér og farþegum sínum, heldur líka umhverfinu í kring um sig. „Sé ökumaður að keyra innan- bæjar á 50 eða 60 kílómetra hraða, missir hann félagsleg tengsl við umhverfið. Hann hættir að gera sér fullkomlega grein fyrir aðstæð- um utan bílsins,“ segir Tingvall. „Á 30 kílómetra hraða verða ökumenn hins vegar félagslegir í umferð- inni. Þeir sjá gangandi vegfarend- ur vel og einnig aðra ökumenn. Og fólk ekur einfaldlega ekki á þá sem það sér.“ Tingvall segir að fyrst og fremst verði að breyta siðferðissjónarmið- inu. Að halda því fram að banaslys í samgöngum séu eðlilegur hluti af lífinu sé óviðunandi, og að láta slíkt einungis gilda um ökumenn og far- þega sé einfaldlega ekki réttlæt- anlegt. Langtímamarkmiðið sé að gera vegina jafn örugga og sam- göngukerfi flugvéla og lesta og til þess er nauðsynlegt að sjá hlutina í nýju ljósi. „Manneskjan er ekki fullkom- in. Hún gerir mistök. Því þarf að gera ráð fyrir í umferðinni og hætta að taka því sem sjálfsögðum hlut að slysin eigi sér stað,“ segir Tingvall. Banaslys eru ekki hluti af lífinu Banaslys í umferðinni eru fullkomlega óviðunandi og nauðsynlegt er að gera allt sem mögulegt er til þess að koma í veg fyrir þau, segir Claes Tingvall, yfirmaður umferðaröryggisdeildar í Svíþjóð. Tingvell deildi með Sunnu Valgerðardóttur hverju þarf að breyta á Íslandi, sem þó er langt á veg komið í öryggismálum, til þess að útrýma banaslysum úr umferðinni. CLAES TINGVALL Vegir, ökutæki og mannvirki þurfa að vera það vel úr garði gerð að vegfarendur komist lífs af þó að þeir geri mistök. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tillögur að nýjum umferðarlög-um, að tillögu Ögmundar Jón- assonar samgönguráðherra, voru samþykktar þann 19. nóvember síðastliðinn. Helstu nýmæli í lög- unum eru eftirfarandi: ■ Heimilt verður að lækka sekt- ir vegna umferðarlagabrota um allt að 25 prósent ef sak- borningur getur sýnt fram á að hann hafi haft tekjur undir lágmarkslaunum. ■ Ákvæði um ökuréttindaflokka og gildistíma ökuskírteinis verða mun ítarlegri en í núgild- andi lögum. ■ Tilhögun ökunáms og ökukennslu verður breytt þannig að öku- skólar munu verða þungamiðjan í kennslu til ökuréttinda í stað sjálfstæðra ökukennara nú. ■ Ökuleyfisaldur verður hækkaður úr 17 í 18 ár. Verður það gert í áföngum fram til ársins 2015 og árið 2016 verði 18 ára aldurs- markið komið til framkvæmda. ■ Leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns er lækkað úr 0,5 í 0,2 prómill. Ögmundur Jónasson samgönguráðherra tekur undir orð Claes Tingvell og segir stjórnvöld þurfa allshugar að taka aukið umferðaröryggi til greina. „Málið er tvíþætt. Annars vegar snýr þetta að öryggi í mannvirkjum, reglum og lögum. Hins vegar er þetta spurning um að innræta sér ákveðna afstöðu til þess að nálgast allar lagasetningar og fram- kvæmdir með hana í huga,“ segir Ögmundur. „Við setjum það sem forgangsatriði að gera umferð- ina eins örugga og nokkur kostur er með það að markmiði að fækka alvarlegum slysum og að dauðaslys í umferðinni séu óásættanleg.“ Ögmundur segir hugmyndir Tingvells vera ábendingar sem vert sé að taka sterklega til greina og tekur undir það grundvallarsjónar- mið að hluti af vandanum sé sá hve öllum liggur gríðarlega á. „Þetta er aftur spurning um hugarfarið. Að við hækkum ekki frekari kröfur um mögu- leika til hraðaksturs heldur endurskoðum við okkar eigin hug,“ segir hann og bætir við að stjórnvöld þurfi að taka málin til frekari umfjöllunar. Ögmundur segir að hann vilji vekja athygli á því að akstur sé á ábyrgð hvers og eins. Það séu ökumenn sem þurfi að framfylgja settum reglum og ekki sé nægilegt að láta aðra leggja sér lífsreglurnar. „Það er nauðsynlegt að horfa inn á við og skoða sinn eigin hug. Það er ekki endilega svar að fjölga akreinum til að komast sem hraðast á milli staða, heldur þurfum við líka að endurskoða viðhorf okkar til hraðans,“ segir Ögmundur. Í drögum að nýjum umferðarlögum var kveð- ið á um Núllsýnina. Eftir að lögin voru endur- skoðuð er hvergi minnst á hugtakið. Ögmund- ur segir ástæðuna vera þá að hafa fullkomið samræmi á milli orða og athafna og að lög og reglugerðir hafi raunverulegt innihald. „Þess vegna þarf tíma til að undirbúa þetta og innræta þessa hugsun. Við erum alls ekki andvíg því að starfa í þessum anda, held- ur lýsi ég yfir fullum stuðningi við það. En áður en við setjum þetta í lög og ákvæði þá þurfum við að hafa raunverulegt inntak að baki þessu,“ segir samgönguráðherra. 35 30 25 20 15 10 5 0 FJÖLDI BANASLYSA Í UMFERÐINNI 32 24 29 23 2 3 19 31 15 12 17 5 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Heimild: Umferðarstofa NAUÐSYNLEGT AÐ BREYTA VIÐHORFI TIL HRAÐANS HELSTU ATRIÐI NÝRRA UMFERÐARLAGA ÍSLENDINGAR Í UMFERÐINNI Á 80 KÍLÓMETRA HÁMARKSHRAÐA Það sem af er ári er fjöldi banaslysa í umferðinni á Íslandi sá lægsti sem sést hefur í heimi og hefur slysum fækkað verulega á milli ára. Yfirmaður umferðaröryggisdeildar í Svíþjóð telur þó að með lækkun á hámarkshraða á vegum landsins og breyttu hugarfari megi alfarið koma í veg fyrir banaslys og þau séu algjörlega óásættanlegur hluti af viðhorfi almennings og stjórnvalda til umferðaröryggismála. Slíkt eigi ekki að líðast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.