Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 38
38 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR A chan Alice er fal- leg hávaxin kona. Hún er 38 ára gömul og félagsráð- gjafi að mennt. Hún er alin upp í Gulu- héraði í Norður-Úganda þar sem uppreisnar her Joseph Kony réði lögum og lofum í 20 ár. Hann nam börn á brott, neyddi drengina til að bera vopn en stúlkurnar voru hnepptar í kynlífsþrælkun. Sumar dóu í átökum, aðrar af barnsför- um. Margar þeirra urðu nefni- lega barnshafandi eftir uppreisn- armennina. Stundum tókst þeim að flýja en þær voru ekki samar og áður. Margar stúlkur sem Alice þekkti voru numdar á brott – en ekki hún. Alice ákvað að láta gott af sér leiða fyrir þessar stúlkur og lærði félagsráðgjöf í háskólanum í Kampala, höfuðborg Úganda. Faðir hennar á fimm eiginkonur og alls á hún 25 systkini samfeðra. Fjöl- skyldan er bláfátæk svo Alice var alltaf á eftir jafnöldr- um sínum í námi en hún lét það ekki stöðva sig. Síðan stofnaði hún sam- tökin Christian Couns- elling Fellowship sem Barnaheill – Save the Children starfa með. Samtökin vinna að menntun barna og þá sér í lagi stúlkna sem sloppið hafa frá upp- reisnarhernum. Alice reisti skóla handa þeim þar sem þær geta haft börnin sín hjá sér á meðan þær mennta sig. „Menntun er lykillinn að betra lífi fyrir þær,“ segir Alice. Sjálf hefur hún aldrei eignast börn en ættleiddi tvö börn systur sinnar, sem lést úr alnæmi, auk þess sem hún tók að sér tvö önnur sem misst höfðu móður sína. „Mér finnst ég auðvitað eiga fjölda barna,“ segir hún réttilega og brosir. Barnahermennirn- ir og stúlkurnar sem numdar voru á brott hafa mörg hver mikla skömm á sjálfum vegna þess sem þau voru neydd til að gera á meðan þau voru í haldi en einnig þurfa þau að glíma við fordóma annarra. Sumir landa þeirra eiga því miður erfitt með að átta sig á að þessir krakkar eru fórnar lömb. Það getur líka verið erfitt fyrir þessi börn að snúa aftur til hvers- dagslífsins þegar þau hafa orðið vitni að hryllilegum atburðum og glæpum. Verða börn barna gæfubörn? Í borginni Gulu er rekin hjálpar- stofnun í samstarfi við Barnaheill – Save the Children þar sem barna- hermennirnir og stúlkurnar sem verið hafa í haldi uppreisnarmanna geta dvalið eftir að þau losna. Þeim er hjálpað við að finna fjölskyldur sínar á nýjan leik og séð til þess að eitthvað bíði þeirra eftir að út í lífið er komið. Mikil áhersla er lögð á menntun. Svæðið er afgirt og hálfeyðilegt þennan dag sem mig ber að garði ásamt sendinefnd Barnaheilla, Petrínu Ásgeirsdóttur framkvæmdastjóra, Helga Ágústs- syni formanni og Jakobi Halldórs- syni tökumanni. Fáein smábörn eru þó á vappi ásamt barnungum mæðrum sínum. Eitt barnanna leikur sér að dauðri, fagurgrænni og risastórri engisprettu. Hún gerir vitaskuld sama gagn og leg- ókarlar íslenskra jafnaldra. Við fáum að spjalla við súdansk- an pilt sem var rænt fyrir þrem- ur árum, aðeins 14 ára gömlum. Mér eru gefin skýr skilaboð um að spyrja piltinn ekki út í átök- in sem hann var látinn taka þátt í. Satt best að segja var það lán þessa pilts að vera skotinn í átök- um uppreisnarhermanna við sam- einaðan her Úganda og Kongó. Á meðan hann lá helsærður á jörð- inni hlustaði hann á hermennina þrátta um hvort taka ætti hann af lífi eða ekki. Kongósku hermenn- irnir vildu skjóta hann þar sem hann hafði vafalítið fellt marga úr liði þeirra en úgandíski herinn vildi þyrma lífi hans. Hann hafði betur. Save the Children í Úganda hafa frætt herinn þar í landi um réttindi barna og þarna hefur sú fræðsla vafalítið skilað sér. Þessi alvarlegi piltur segist ekki geta gert sér neinar vonir um langa skólagöngu og hefur jarð- bundna drauma. Hann langar til að verða bíl- stjóri. Þegar ég bið hann um að skrifa nafnið sitt fyrir mig á blað kemur í ljós að hann kann það ekki. Á blaðinu stendur óregluleg þyrping sam- hljóða sem mynda engan veginn nafnið hans. Fiðraður virðingarvottur Á flötinni fyrir framan einn skólanna sem við heimsækjum hefur litl- um skiltum verið stung- ið niður. Á þeim stendur: „Stríð drepur“ og „Fyrir- gefið hvert öðru“. Börn- in eru feikiglöð og taka syngjandi á móti okkur. Skólastjórnendur halda ræðu og brýna fyrir þeim foreldrum sem séð hafa sér fært að mæta að senda börnin sín í skól- ann. Þar sem hver dagur hefur árum saman geng- ið út á það eitt að halda lífi verður menntun lít- ils virði. Helgi talar fyrir hönd okkar Íslendinganna, enda fyrrverandi sendi- herra og kann skemmti- lega sögu fyrir hvert tækifæri. Helgi nær held- ur betur eyrum fólksins því til hans kemur aldraður maður og færir honum lifandi hænu að gjöf. Helgi þakkar hjartanlega fyrir þennan virðingarvott en gefur síðar bíl- stjóranum okkar fiðurféð. Hæn- unni er komið fyrir í pappakassa aftur í jeppanum þar sem við heyr- um klúkka í henni það sem eftir lifir ferðar. Við getum samt þakkað fyrir að Helga var ekki færð geit. Það er víst líka til siðs í Úganda. Og talandi um dýr, ég dreg fram bók mína Jóladýrin og les fyrir börnin með aðstoð túlksins, hennar Alice. Síðan fletti ég líka í gegnum Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guð- rúnu Helgadóttur og skil eftir ein- tök af henni svo börnin geti kynnst henni Flumbru upp á eigin spýtur. Ég dreg líka fram ljósmyndir af fjölskyldu minni og sýni börnun- um. Þar getur að líta eina af börn- um í kafaldssnjó í Skagafirðinum. Einhver fullorðinn hristir höfuðið og segir: „Þarna hlýtur að vera erf- itt að rækta.“ Svaðilfarir á vegum úti Ferðirnar um norðurhluta Úganda minna mig oft á sumarbústaða- ferðirnar í Grafninginn í upphafi áttunda áratugarins; vondir vegir, úrhelli, kamar, drykkjarvatn flutt á brúsum og rafmagnsleysi. Síðan skellur á niðamyrkur, það helli- rignir og leirvegirnir verða flug- hálir. Bíllinn skransar og ætlar út af. Ég gríp í handfangið fyrir framan mig en veit ekki fyrri til en það losnar af. Sem betur fer nær bílstjórinn aftur tökum á jeppanum en litlu síðar ekur hann ofan í djúpa holu á miðjum vegin- um og situr þar fastur. Við erum á tveimur jeppum svo ferða félagar okkar geta komið okkur til bjarg- ar. Þá er hætt að rigna svo við Petrína förum út til að fylgjast með björgunaraðgerðum. Eld- glæringum er varpað upp á nið- dimman Afríkuhimininn og stöku stjarna skín fyrir ofan okkur. Við öndum Afríku að okkur og finnst við hafa lent í ævintýri. Dvölin í Úganda endar eins og allar leiðir landsins, í höfuðborg- inni Kampala. Storkar sveima yfir þökum. Ekki að furða að þessi fugl skuli vera algengur hér þar sem hver kona eignast að meðaltali sjö börn í suður- hluta landsins en heil átta fyrir norðan. Og öllum þessum börn- um þarf að tryggja menntun sem aftur tryggir þeim betri framtíð. Allt í einu eru storkarnir á bak og burt og við bráðum líka. Eitthvað skildum við þó eftir okkur, loforð Barnaheilla um að halda áfram að styrkja uppbygginguna í norður- hluta landsins og íslenska trölla- sögu sem hægt er að fletta löngu eftir að nokkur man hvernig í ósköpunum hún rataði alla þessa leið. Land horfnu barnanna Í norðurhluta Úganda ríkir fátækt eftir langvar- andi stríð. Gerður Kristný fór með Barnaheillum til Úganda. Þar heimsótti hún skóla og hitti börn og fullorðna sem stríðið hefur sett mark sitt á. SKÓLAKRAKKAR Skólabúningar tíðkast víða í skólum í Úganda. GERÐUR KRISTNÝ Í HÓPI BARNA Í ÚGANDA Gerður heimsótti marga skóla á ferð sinni með Barnaheillum um Úganda. Þar las hún meðal annars sögur fyrir börnin og sýndi þeim myndir af fjölskyldu sinni á Íslandi. Það getur líka verið erfitt fyrir þessi börn að snúa aftur til hvers- dagslífsins þegar þau hafa orðið vitni að hryllilegum atburðum og glæpum. ÚGANDA SÚDAN ÚGANDA KONGÓ KENÍA TANSANÍA EÞÍJÓPÍA N Átök í norðurhluta Úganda skildu eftir landsvæði í rústum og fólk í sárum. Brot á mannréttindum í landinu hafa ratað í skýrslur SÞ og umfjöll- un fjölmiðla. Landið hefur verið meðal fátækustu ríkja heims. Það hlaut sjálfstæði frá Bretum 1962.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.