Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 46

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 46
46 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Þ að er góð regla að byrja á byrjuninni. Hvað vitið þið hvort um annað? Brynja: „Ég veit að þú býrð í Hlíðunum og ert mikill kattakall.“ Einar: „Já, það virðast margir vita það. Enda er kafli um kettina mína í nýjustu bókinni minni.“ Brynja: „Ég hef ekki lesið nýju bókina en ég held ég hafi lesið allar hinar bækurnar þínar.“ Einar: „Það er gaman að heyra. Ég veit allan fjandann um þig, til dæmis að þú ert mikil hestamann- eskja, varst lengi á Stöð 2 en fórst svo yfir á RÚV.“ Brynja: „Já, þetta með hestana er augljóst vegna þess að ég hef gert marga hestaþætti. En sem frétta- maður byrjaði ég á Skjá einum um aldamótin og fyrsta fréttin mín þar fjallaði um þig. Ég hringdi í þig til Berlínar.“ Einar: „Einmitt já, ég man eftir því. Þá var stórundarlegt mál í gangi. Gamall vinur minn fékk þá flugu í höfuðið, í tengslum við önnur veikindi, að hann hefði samið megn- ið af mínum bókum. Hann sagði að bækurnar væru allar til á spólum sem ég hefði skrifað upp eftir. Ein- hver sniðugur blaðamaður, gott ef það var ekki Eiríkur Jónsson, hugs- aði með sér að það mætti hlæja að þessu og hengdi manninn upp á forsíðu. Þá tók sig til gott fólk og afritaði spólurnar og afhenti þær svo Þjóðarbókhlöðunni, bæði sem snældur og þykkur pappírsbunki, og eftir það hefur ekki verið rætt mikið um þetta mál. Var ég ekki afundinn og leiðinlegur þegar þú hringdir?“ Brynja: „Nei, þú varst bara hissa. En þú tókst mér vel.“ Einar: „Já, það geri ég nú yfir- leitt. Enda er mér vanalega mætt þannig.“ Brynja: „Er þá engin Sofi Oks an- en í þér?“ Einar: „Nei. En ég hef reyndar hitt Sofi og hún var hin ljúfasta.“ Brynja: „Ég hafði dálítið gaman af þessari uppákomu í Síðdegisút- varpinu. Hún vakti til dæmis upp spurningar um menningarumfjöll- un, hvort hún sé á nógu háu plani eða hvort hún eigi að vera á ein- hverju ákveðnu plani yfir höfuð. Hvernig tekur þú fíflalegum spurn- ingum um þínar bækur?“ Einar: „Sko. Segjum að það komi blaðamaður gagngert til að taka við mig viðtal um ákveðið verk, sem hann hefur svo ekki lesið og veit ekkert um, þá tek ég honum hæfilega alvarlega og á jafnvel til að snúa út úr og gera grín, en þó á elskulegum nótum. En þegar um er að ræða opinbera móttöku þar sem einhver spyr spurninga, þá svara ég þeim bara kurteislega.“ Brynja: „Svo veit ég líka að þú átt afmæli í dag. Til hamingju.“ Einar: „Takk fyrir það.“ Brynja: „Við erum nefnilega Facebook-vinir.“ Einar: „Einmitt, já. Þá munum við heilsast á götu hér eftir.“ Fulltrúalýðræðið er best Hafið þið reynt að kynna ykkur alla frambjóðendur til stjórnlagaþings- ins? Einar: „Ég veit um nokkra sem ég ætla að kjósa, en þar eru vinir og ættingjar í bland.“ Brynja: „Einmitt. Ég held að margir velji þá sem þeir þekkja.“ Einar: „En líka dálítið út frá þeim sjónarmiðum þeir koma á framfæri. Mér finnst til dæmis mjög mikil- vægt að menn séu harðir á því að auðlindirnar séu í þjóðareigu.“ Brynja: „En er einhver á móti því? Er einhver sem segist ekki vilja að auðlindirnar séu í þjóðar- eigu?“ Einar: „Ég held að margir séu til að mynda hlynntir núverandi kvótakerfi, eða hreinlega hlynntir einkavæðingu auðlindanna. Svo vil ég halda þessu þingræðiskerfi. Ég er ekki spenntur fyrir endalausum þjóðaratkvæðagreiðslum.“ Brynja: „Ég er sammála því. Full- trúalýðræðið er best að þessu leyti. Nema auðvitað í þessum risastóru málum. Ert þú í Samfylkingunni?“ Einar: „Tja, ég hef verið svona hálfopinber stuðningsmaður, frá því löngu áður en Samfylkingin var stofnuð. Fannst það hafa komið niður á okkur að sumu leyti að hafa ekki almennilegan krataflokk. En þú sjálf?“ Brynja: „Ég reyni nú að halda spilunum nokkuð þétt að mér vegna vinnunnar, en ég er ekki flokks- pólitísk, hef aldrei kosið neinn flokk í gegnum línuna og stundum skilað auðu. Þegar maður tekur stór við- töl, til dæmis við ráðherra stjórn- arflokks, er maður alltaf skammað- ur af samflokksmönnum hans. Og öfugt. Það er gegnumgangandi að fólk telur verr farið með samflokks- menn sína en aðra.“ Einar: „Já, þú ert auðvitað í Kast- ljósinu. Með puttann á púlsinum.“ Brynja: „Starfið er mjög fjöl- breytt og gaman að lifa og hrærast í þessari hringiðu. En það er ekki síður skemmtilegt að sinna óhefð- bundnari málum. Um daginn fór ég til dæmis á hundasnyrtistofu og hitti fólk sem er alveg á kafi í því hvernig á að klippa hunda.“ Einar: „Það sem kallað er „human interest“-mál.“ Brynja: „Já. Það er oft gott að snúa sér frá ástandinu og að ein- hverju öðru, til dæmis að lesa bækur. Reyndar er það svolít- ið fyndið með bækurnar þínar og fleiri íslenskra höfunda, að það skiptir miklu á hvaða lífsskeiði ég les þær. Ég las nokkrar bækur eftir þig í menntaskóla og svo aftur mörgum árum síðar og fæ eitthvað allt annað út úr þeim. Nánast eins og þetta séu ekki sömu bækurnar.“ Einar: „Í hvaða menntaskóla var það?“ Brynja: „Kvennaskólanum í Reykjavík.“ Einar: „Já, einmitt. Núna er Kvennó að flytja í húsnæði Mennta- skólans við Tjörnina sem ég gekk í. Það er mikið vit í því, því þetta er stórkostlegt skólahúsnæði.“ Brynja: „Við stelpurnar í Kvennó vorum þarna í leikfimi. Kennarinn okkar var eldri kona sem þótti ekki mjög dömulegt að við værum að hamast eitthvað, svo hún lét okkur bara iðka dans og rólegar hreyfing- ar. Það var ekkert verið að hlaupa í kringum Tjörnina eins og maður sér MR-ingana gera í dag.“ Einar: „Ég hljóp oft í kringum Tjörnina í MT og okkur þótti algjör óhæfa að menn úr öðrum skólum væru að hlaupa í kringum Tjörn- ina okkar.“ Stæðilegir menn á folöldum Talandi um íþróttir. Nú undrast sumir að kvennalandsliðið í hópfim- leikum, sem varð Evrópumeistari á dögunum, hafi ekki fengið fálkaorð- una strax við komuna til landsins eins og silfurdrengirnir í handbolt- anum. Eruð þið þeirra á meðal? Einar: „Ég dáist að þessum stelp- um og finnst að þær ættu fá allar fáanlegar orður í einum grænum hvelli.“ Brynja: „Ég er sammála því.“ Einar: „Handboltinn er auðvitað í hjarta þjóðarinnar og allir fylgjast með. Það munar um þeirra sigra, sérstaklega þegar þeir unnu bronsið síðast, þá voru það einu góðu frétt- irnar sem Íslendingar höfðu fengið í rúmlega ár.“ Brynja: „Algjörlega. En afrek fimleikalandsliðsins er alveg jafn stórt og handboltamannanna og þær lögðu jafn mikið á sig. Þetta sýnir ákveðna misskiptingu milli íþróttagreina. Eins er með hesta- íþróttir. Það hefur bara einn hesta- maður verið kosinn íþróttamaður ársins, Sigurbjörn Bárðarson, og það var eftir að hann varð marg- faldur heims- og Íslandsmeistari.“ Einar: „Á íslenska hestinum?“ Brynja: „Já.“ Einar: „Við sem stöndum utan við hestaíþróttir skiljum ekki alveg hvað er svona merkilegt við að Íslendingar vinni í keppni um íslenska hestinn. Þetta er eins og við færum að kalla glímukóng Íslands heimsmeistara í glímu.“ Brynja: „En það er keppt um heimsmeistaratitilinn í íslenskum hestaíþróttum. Fólk þekkir bara ekki íþróttina.“ Einar: „Já, það er rétt. En eru íslenskir hestar ekki að stækka?“ Brynja: „Jú, það passar.“ Einar: „Mér var einu sinni sagt frá því að þegar fyrstu íslensku víkingakvikmyndirnar voru gerð- ar og sýndar erlendis, þá hafi salur- inn alltaf sprungið úr hlátri þegar leikararnir komu ríðandi á þessum folöldum.“ Brynja: „Útlendingar, sem þekkja ekki íslenska hestinn, telja það hálf- gert dýraníð þegar stórir og stæði- Lítið um íslenskar prímadonnur Fjölmiðlakonan Brynja Þorgeirsdóttir og rithöfundurinn Einar Kárason eru sammála um ágæti fulltrúalýðræðis en greinir lítillega á um gildi hestaíþrótta. Kjartan Guðmundsson settist niður með rökstólapari vikunnar á afmælisdegi skáldsins í vikunni. MÁLIN RÆDD Einar Kárason segist hafa verið hálfopinber stuðningsmaður Samfylkingarinnar frá því löngu áður en flokkurinn var stofnaður. Brynja Þorgeirsdóttir segist ekki vera flokkspólitísk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á RÖKSTÓLUM Við sem stöndum utan við hesta íþróttir skiljum ekki alveg hvað er svona merkilegt við að Íslendingar vinni í keppni um íslenska hestinn. Þetta er eins og við færum að kalla glímukóng Íslands heimsmeistara í glímu. FRAMHALD Á SÍÐU 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.