Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 52

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 52
Hjálparstarf kirkjunnar6 Kjörin setja á manninn mark. Þeir fátæku sem lifa við kúgun, þrælahald og vanþekkingu bera þess merki. Fjöldi fólks sem áður var vannærður, þreklaus, undir- gefinn og máttvana gegn yfir- valdinu hefur nú fengið uppreisn æru í gegnum mannréttinda- samtökin Social Action Movement á Indlandi sem Hjálparstarfið styður. Einum segist svo frá að sér finnist sem hann sé loksins orðinn maður. Hann hefur lært um réttindi sín, fengið hjálp til að brjótast út úr þrældómi í steinnámu og börnin hans eru komin í skóla. Hann er kominn í verkalýðsfélag frumbyggja og nýtur nú réttinda sem honum var ókunnugt um áður. Hann þorir að horfast í augu við æðri stéttir og tala máli sínu og sinna. Konan hans er í stéttarfélagi kvenna og bæði hafa fræðst um jafnrétti kynjanna og þau hafa lært að spara. Þau geta nú fengið lán hjá sínu stéttarfélagi þegar nauðsyn krefur, lán sem ekki hneppir þau sjálfkrafa í ævilanga ánauð hjá einhverjum vinnuveitandanum. Þau vita svo margt núna, í gegnum stéttarfélagið sitt, sem þau vissu ekki áður. Sonur þeirra hefur lært á bíl í gegnum verkefnið og vinnur nú fyrir sér sjálfur og rúmlega það. Í Afríku er aðstoð æ réttinda- miðaðri. Fólk er frætt og hvatt til að sækja rétt sinn til menntunar og til heilsugæslu, rétt sinn til aukinna tækifæra til framfærslu og annars sem á að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Aðstoð snýst ekki lengur um að afhenda. Fólkið leggur fram mikla vinnu og lærir að bera sig eftir rétti sínum. Mikil fræðsla og það að skapa vettvang til skipulagðra umræðna allra íbúa um mikilvæg mál skila árangri á mörgum sviðum. Jafnrétti kynja hafa verið opnaðar dyr. Konur ætla sér hlutdeild í ákvörðunum sem varða afkomu þeirra. Konur eru styrktar með atvinnuskapandi aðgerðum sem færa þeim fjárráð og áhrif. Unnið er gegn kynbundnu ofbeldi með leiðtogum, stofnunum og lögreglu. Þannig næst samverkun sem skilar meiri árangri. Aðstoðin verður sjálfbærari. Viðhorfabreyting er að eiga sér stað. Mannréttindi – að finnast maður vera maður Dæmi um það sem gert er í verkefnum Hjálparstarfsins: Indland - Fólkið hefur sjálft barist fyrir vatnsréttindum, landi til að búa á og útgáfu nauðsynlegra skilríkja - Námskeið fyrir konur um réttindi í velferðarkerfinu - Mikil fræðsla og áróður gegn barnabrúðkaupum Eþíópía - Konur þjálfaðar í að greina atvinnutækifæri, fá lán og aðstoð til að byrja - Náið samstarf, námskeið og þjálfun fyrir opinbera starfsmenn til að auka árangur af kvennastarfi - Unnið gegn skaðlegum hefðum og um leið fyrir mannréttindum Malaví - Þorpsleiðtogar þjálfaðir til að taka á ofbeldismálum og veita þolendum stuðning. Nefnd um heimilisofbeldi fræðir þorpsbúa í gegnum leikrit, m.a. um tilkynningaskyldu - Skapaður vettvangur fyrir alnæmissjúka til að koma fram með sögu sína og draga úr fordómum - Fólk á jaðrinum stutt til að verða málsmetandi í þorpinu - Bæði kynin taka jafnan þátt í verkefnum, öðlast sömu eignar- tilfinningu og njóta afraksturs Börn á Indlandi eru leyst úr skuldaánauð og komið í skóla (Kristján Ingi Einarsson) (Kristján Ingi Einarsson)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.