Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 54
2 matur Hollt Sætindi Til hátíða- brigðaE Eftir- réttur Kökur Ég bjó til prufukökur um daginn en þær eru búnar. Þessar verða geymdar og gefnar,“ segir Elín Ásbjarnardóttir um marengstoppana sem hún er að baka. Hún segir mömmu sína hafa eignast uppskriftina þegar fjölskyldan bjó á Húsavík. „Við krakkarnir vorum svo sólgnir í kökurnar að mamma límdi dallana aftur og faldi þá en við fundum þá yfirleitt og stundum varð hún að baka meira!“ rifjar hún upp. „Þá hétu kökurn- ar lakkrístoppar en ég fór að setja annað út í eins og Tromp, Mars, rjómakaramellukúlur, brenndan Bismark og venjulegan Bismark. Núna verð ég alltaf að baka marengstoppana, annars koma ekki jólin hjá fjölskyldunni minni!“ Elín ætlar að hafa sama hátt á og móðir hennar og líma staukana aftur. „En það er auðvitað ekki útséð um hvernig fer,“ segir hún brosandi. „Ég reikna alveg með að þurfa að gera einn skammt enn.“ - gun 5 eggjahvítur 330 g sykur 1 matskeið borðedik 3 dropar af matarlit Bismark, Tromp, fyllt- ar reimar, döðlur, mars, karamellukúlur, eða bara það sem hugurinn girnist. Eggjahvíturnar eru þeyttar þar til þær verða þéttar og hvítar, þá er sykrinum bætt varlega saman við ásamt sælgæti að eigin vali. Borðediki bætt saman við til að gefa kökunum glans. Gaman er að bæta matarlit út í til að skreyta kökurnar og um að gera að gefa hugmyndaflug- inu lausan tauminn við það. Kökurnar eru svo settar á plöt- una, best er að hafa þær smáar, og svo bakaðar við 130°C í um 25 mínútur. Þegar kökurnar eru tilbúnar þarf að láta þær kólna áður en þær eru teknar af bökunarpappírnum. FYRIR DEKURBÖRN Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Friðrika Benónýsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Sannkallaðar Elín bakar sér til ánægju og hefur jóla- lögin á fóninum á meðan. MYND/KRISTRÚN ÝR ÓSKARSDÓTTIR JÓLATOPPAR Ég man hversu undarlegt, en auðvitað æðislegt, mér þótti að koma á heimili þar sem fólk borð-aði kökur þegar það var ekki afmæli eða jól. Þrátt fyrir einlæga aðdáun á sætmeti, þar sem ég lagði næstum líf mitt í sölurnar til að redda mér sæl- gæti sem krakki, var nær aldrei bakað bara upp á grínið á heimili mínu. Og ekkert til neitt sérstakt sem hét „drekkutími“. Engin óregla, alveg hádegis- matur, kvöldmatur og borðað þar á milli ef maður varð svangur. En drekkutími? Mér fannst vinkonur mínar breytast í ósjálfbjarga grenjudúkkur þegar þær sögðust í miðjum leik þurfa að fara heim til að fara í drekkutíma – eruð þið á leikskóla? Og spurði mig um leið hvort það væri ekki allt í lagi heima hjá mér að mamma væri ekki búin að baka kanilsnúða. Mér var nú oft boðið með og ég gat auðveldlega beðið um pening og farið út í búð og keypt mér snúð. Á hinum heimilinum var þetta hins vegar eins og serimónía; klukkan þrjú búið að skera súkkulaðis- núða í fjóra hluta (eða 8/8 ef margir voru í heim- ili), hita kakó og smyrja tekex með osti og gúrkum. Sumar fjölskyldurnar bökuðu eina stóra skúffuköku á sunnudegi sem entist til miðvikudags og svo aðra á miðvikudegi sem entist til sunnudags. Ég át myllusnúð upp úr bláum plastpoka og hugsaði smá- og dekurbörnunum í hinum húsunum þegjandi þörfina (að kalla ein- hvern dekur- eða smábarn var mesta skammaryrði sem maður kunni þegar maður var átta ára). Allt keyrði um þverbak þegar maður fékk að fara í heimsókn út á land á sumrin. Úti á landi var það jafn sjálfsagt að baka og að bursta tennurnar. Og kökurnar voru geymdar í sérherbergi sem kall- aðist búr. Við vöknuðum einar við vinkonurn- ar á virkum dögum á Fáskrúðsfirði þar sem húsfrúin vann á leikskólanum og þá gat maður fengið sér skúffuköku í morgunmat þar sem enginn sá til. Ég var eins og mús í búri eitt sumarið þegar ég dvaldi óvenju lengi á Fáskrúðsfirði og fannst ég hafa dottið í lukku- pottinn því auk þess að fá skúffukökur í morgun- mat var nokkuð enn betra fyrirbæri til úti á landi, svokallað kvöldkaffi þar sem maður borðaði kökur stundum EFTIR að maður hafði burstað tennurnar. Sælkeraverslunin Yndisauki er til húsa að Vatnagörðum 6 í Reykja- vík og býður upp á ýmsar sælkera- vörur framleiddar af Yndisauka. Má þar nefna hið vinsæla dukkah, sem fæst í fjórum mismunandi útgáfum, hummus og kasjúkurl. Einnig er boðið upp á heita rétti, salöt, vefjur og fleira. Fyrir jólin býður Yndisauki upp á jólaborð með átta jólalegum réttum, sem hægt er að panta fyrir einn eða heilu fyrirtækin, auk þess sem tvær nýjar vörur eru framleiddar gagngert fyrir jólin; balsamik- rauðlaukur og hindberjasósa sem passa vel við villibráð, paté og annað gúmmelaði sem tengist jólunum. Svo má ekki gleyma jólasmákökunum þar sem áherslan er öll á hollustuna án þess að dregið sé úr bragðgæðunum. Stofnendur og eigendur Yndisauka eru Guðbjörg Halldórsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir. Þær stöllur eru báðar ástríðufullar áhugakonur um mat og allt sem tengist lífsstíl sælkerans og er markmið þeirra að veita sem besta þjónustu og ráðgjöf. - fsb YNDISAUKI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sælkeravörur með sérstöðu SÆLGÆTISKÖKUR Elín Ásbjarnardóttir stalst í marengstoppa mömmu sinnar fyrir jólin í gamla daga. Nú hefur hún þróað sína eigin toppa með alls konar sælgæti og þá er komið að öðrum að stelast. „Ég verð allaf að baka marengstoppana, það er komin hefð á þá,“ segir Elín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hægt er að nota hin ýmsu bragðefni. Nammi namm!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.