Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2010, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 27.11.2010, Qupperneq 100
68 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Einfalt og girnilegt Íslenska kokkalandsliðið hefur staðið í stór- ræðum undanfarið. Í vikunni sem leið keppti landsliðið á HM í matreiðslu og gekk afar vel. Fyrir kalda borðið hlaut það silfurverðlaun, fyrir heita matinn gull en þegar á heildina var litið lenti liðið í sjöunda sæti. Landsliðið gaf sömuleiðis nýverið út matreiðslubókina Einfalt með kokkalandsliðinu og Fréttablaðið birtir hér nokkrar uppskriftir úr henni, skreyttar ljós- myndum Árna Torfasonar ljósmyndara. Lykilatriði í matreiðslubók kokkalandsliðsins er að í hvern rétt þarf aðeins fjögur hráefni, sem gerir matseldina skapandi og innkaupin sáraeinföld. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að notandinn eigi nokkur grunnhráefni; salt, pipar, hveiti, sykur, olíu, kraft, smjör og mjólk. Góð ráð til að breyta og bæta réttina fylgja svo flestum réttum. Matarrit- stjórn var í höndum Bjarna G. Kristinssonar og Fritz M. Jörgenssonar en ljósmyndir og umbrot á könnu Árna Torfasonar. ■ AÐEINS FJÖGUR HRÁEFNI BLÓMKÁLSSÚPA MEÐ BLÓMKÁLSKURLI 1. 1½ blómkálshaus 2. 400 ml rjómi 3. 400 ml nýmjólk 4. safi úr hálfri sítrónu Í eldhúsinu: kraftur (t.d. kjúklingakraftur) salt Skerum heila blómkálshausinn í bita og setjum í pott með mjólk og rjóma. Látum allt sjóða þar til kálið verður mjúkt undir tönn. Maukum súpuna í blandara og setjum maukið svo aftur út í pottinn til að þykkja súpuna. Notum salt, kraft og sítrónusafa til að laða bragðið fram. Rífum svo hálfa blómkálshausinn með grófu rifjárni og myndum þannig kurlið sem við sáldrum yfir súpuna. Berum fram með grófu brauði og smjöri. REYKÝSUPLOKKFISKUR MEÐ BLAÐLAUK 1. 600 g reykt ýsuflök (roð- og beinlaus) 2. 400 g kartöflur 3. 1 peli matreiðslurjómi 4. 1 blaðlaukur Í eldhúsinu: 100 g smjör salt og pipar Sjóðum kartöflurnar. Skerum blaðlaukinn langsum og skolum hann undir köldu vatni. Skerum laukinn svo í bita og ýsuna í litla kubba. Setjum smjör í pott og eldum blaðlaukinn við vægan hita í um fimm mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætum svo fiski og rjóma út í pottinn. Þegar fiskurinn er tilbúinn, eftir um 10 mínútur, tökum við kartöflurnar heitar úr pottinum og stöppum þær saman við fiskinn. Bragð- bætum með salti og pipar. Í staðinn fyrir rjóma má nota sojarjóma, með honum verður rétturinn léttari og enn hollari. Notaðu það grænmeti sem þú átt til að bæta í réttinn með blaðlauknum, til dæmis papriku, gulrót eða rófu. STÖKKT FRANSKBRAUÐ 1. 600 g hveiti 2. 25 g pressuger (eða þurrger) Í eldhúsinu: 250 ml vatn við stofuhita 1 tsk. salt Leysum gerið upp í hluta af volga vatninu og hrærum svo hveiti og afganginum af vatninu saman við. Hnoðum deigið í 5-10 mínútur, látum það svo hefast í tvær klukkustundir. Bökum við 220 gráður í 10 mínútur, lækkum ofninn í 180 gráður og bökum áfram í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er fallega brúnt og stökkt. Ef við gerum bollur úr deiginu bökum við það áfram í 7-10 mínútur í stað 15-20 mínútna. LAMBASKANKAR Í RAUÐVÍNSSÓSU 1. 4 lambaskankar (leggir) 2. 500 ml rauðvín 3. 2 laukar 4. 100 g grænmeti (t.d. gulrætur, rófur, sellerí eða hvað sem er) Í eldhúsinu: olía kraftur (t.d. kjötkraftur) salt og pipar Hitum ofninn í 165 gráður. Hitum olíuna í víðum þykkbotna potti sem þolir að fara í bakarofn. Kryddum skankana vel með salti og pipar og brúnum þá á öllum hliðum. Skerum nú laukana í sneiðar og dreifum þeim á milli skankanna. Hellum rauðvíni yfir. Kryddum til með salti, pipar og krafti, hitum allt upp að suðumarki, leggjum þá lok yfir og setjum í ofninn. Látum réttinn malla í 2,5 klukkutíma. Bætum grænmeti saman við og steikjum í 15-20 mínútur í viðbót. Smökkum soðið og bragðbætum með pipar og salti eftir þörfum. Berum kjötið fram með lauk, grænmeti og soði. Ofnbakaðar kartöflur eða kartöflustappa bragðbætt með hvítlauk fara mjög vel með þessu. Það er gott að nota ítalskt krydd í þennan rétt, til dæmis lárviðarlauf, basil eða rósmarín. Lambaskankar eru enn betri ef maður setur þá í 10% saltlög í tólf klukkutíma og svo ferskt vatn í tólf klukkutíma áður en þeir eru eldaðir. – Þeir verða bragðmeiri og mýkri fyrir vikið. HINDBERJA- OG FERSKJUDÚETT 1. 500 g frosnar ferskjur 2. 100 g frosin hindber 3. 500 ml jógúrt eða skyr (helst hreint) 4. agave-síróp Í eldhúsinu: 120 ml mjólk Blöndum saman ferskjum, sírópi, 375 g af jógúrt og 100 ml af mjólk í blandara og hellum blöndunni í fjögur glös. Setjum svo hindberin og afganginn af mjólk og jógúrt (eða skyri) í blandarann og setjum hræruna í glösin ofan á ferskjublönduna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.